Leikmenn Barcelona ætla ekki að standa heiðursvörð fyrir leikmenn Real Madrid þegar erkifjendurnir mætast í El Clásico á Þorláksmessu.
Real Madrid varð heimsmeistari félagasliða á laugardaginn eftir 1-0 sigur á Gremio frá Brasilíu. Eftir leikinn kallaði Cristiano Ronaldo, sem skoraði eina mark leiksins, eftir því að Börsungar mynda standa heiðursvörð fyrir Madrídinga í leik liðanna á Þorláksmessu.
Barcelona ætlar ekki að verða við bón Ronaldos því félagið tók ekki þátt í HM í félagsliða.
„Þegar við tökum þátt í keppninni gerum við það en ekki í þessu tilfelli,“ sagði Guillermo Amor, stjórnarmaður Barcelona.
Real Madrid situr í 5. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, 11 stigum á eftir Barcelona. Madrídingar verða því að vinna leikinn á laugardaginn til að eiga möguleika á að verja Spánarmeistaratitilinn.

