Framlög lækka þvert á stjórnarsáttmálann Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 07:45 Áfangastaðaáætlun landshlutasamtaka er í uppnámi verði ekki brugðist við lækkandi fjárframlagi ríkis. VÍSIR/ERNIR Framlög ríkis til markaðsstofa landsbyggðanna lækka í fjárlögum Bjarna Benediktssonar um 11 milljónir króna. Í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar var framlag til markaðsstofa landsbyggðanna 91 milljón en er 80 milljónir í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður stendur í stjórnarsáttmála flokkanna þriggja að efla eigi markaðsstofurnar Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og eru þær staðsettar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu og vinna þær með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum. „Þetta horfir ekki vel við mér og ég vona að þetta verði lagað í meðförum þingsins. Það skiptir miklu máli að við fáum hækkun frá fyrra ári,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Við áttum von á að geta haldið áfram í verkefnum um áfangastaðaáætlun og að það yrði fjármagnað áfram. Við eygðum von um að tvö stöðugildi yrðu að fullu fjármögnuð af ríki en það næst ekki ef af þessu verður.“Ekki í samræmi við sáttmálann Markaðsstofurnar reiða sig að miklu leyti á sjálfsaflafé og styrki en einnig eru þær með þjónustusamninga við sveitarfélög. Að mati Arnheiðar er einnig eðlilegt að ríkið komi kröftuglega inn í þetta starf til að búa til stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð- inni. „Miðað við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum þá er fjárlagafrumvarpið ekki í samræmi við þau orð,“ bætir Arnheiður við. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi segir þetta slæmt fyrir það starf sem unnið er í ferðaþjónustu um allt land. „Það er skrýtið að fjármagnið minnki á milli fjárlagafrumvarpa Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar þegar ákvæði um eflingu landshlutasamtakanna er komið inn í stjórnarsáttmála. Það er lítil efling í því að skerða fjármagnið til þeirra,“ segir AlbertínaÁrétting:Framlög til Markaðstofa landshlutanna verða 91 milljón krónur þegar upp er staðið samkvæmt ráðuneyti ferðamála. Þessu verður úr bætt og lagað fyrir aðra umræðu fjárlaga í þinginu. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framlög ríkis til markaðsstofa landsbyggðanna lækka í fjárlögum Bjarna Benediktssonar um 11 milljónir króna. Í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar var framlag til markaðsstofa landsbyggðanna 91 milljón en er 80 milljónir í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður stendur í stjórnarsáttmála flokkanna þriggja að efla eigi markaðsstofurnar Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og eru þær staðsettar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu og vinna þær með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum. „Þetta horfir ekki vel við mér og ég vona að þetta verði lagað í meðförum þingsins. Það skiptir miklu máli að við fáum hækkun frá fyrra ári,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Við áttum von á að geta haldið áfram í verkefnum um áfangastaðaáætlun og að það yrði fjármagnað áfram. Við eygðum von um að tvö stöðugildi yrðu að fullu fjármögnuð af ríki en það næst ekki ef af þessu verður.“Ekki í samræmi við sáttmálann Markaðsstofurnar reiða sig að miklu leyti á sjálfsaflafé og styrki en einnig eru þær með þjónustusamninga við sveitarfélög. Að mati Arnheiðar er einnig eðlilegt að ríkið komi kröftuglega inn í þetta starf til að búa til stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð- inni. „Miðað við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum þá er fjárlagafrumvarpið ekki í samræmi við þau orð,“ bætir Arnheiður við. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi segir þetta slæmt fyrir það starf sem unnið er í ferðaþjónustu um allt land. „Það er skrýtið að fjármagnið minnki á milli fjárlagafrumvarpa Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar þegar ákvæði um eflingu landshlutasamtakanna er komið inn í stjórnarsáttmála. Það er lítil efling í því að skerða fjármagnið til þeirra,“ segir AlbertínaÁrétting:Framlög til Markaðstofa landshlutanna verða 91 milljón krónur þegar upp er staðið samkvæmt ráðuneyti ferðamála. Þessu verður úr bætt og lagað fyrir aðra umræðu fjárlaga í þinginu.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira