Geggjuð tilfinning en eins og þetta væri eitthvert aprílgabb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2017 06:30 Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur í marki FH í vetur. fréttablaðið/stefán „Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
„Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira