Innlent

Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglan ætlar að vera með Twitter-maraþon til fjögur í nótt.
Lögreglan ætlar að vera með Twitter-maraþon til fjögur í nótt. Myndvinnsla/Garðar
Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. Í löggutístinu munu Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða frá því klukkan 16:00 í dag  til klukkan 04:00 í fyrramálið.

Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Á meðan viðburðinum stendur munu embættin nota #löggutíst til að merkja skilaboðin. Lögreglan hefur nokkrum sinnum áður verið með slík löggutíst og hafa þau gefist vel, en tilgangur þeirra er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru.

Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér fyrir neðan: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×