Segir það misskilning að vegtollar flýti vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2017 13:07 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að það sé misskilningur að fjármögnun vegaframkvæmda með vegtollum muni flýta fyrir slíkum framkvæmdum. Ekki sé hægt að fara í öll þau verkefni sem kallað hefur verið eftir á sama tíma. „Misskilningurinn sem hefur legið hérna í loftinu ósvarað í heilt ár er að við það að setja upp vegtollahlið við Reykjavík og á þá sem þurfa vinnu sinnar og athafna vegna að keyra þar í gegn, að það muni flýta framkvæmdum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara alrangt,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hafði ekki verið samgönguráðherra lengi áður en hann sló hugmyndir forvera hans í starfi um að fjármagna vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu með vegtollum. Jón Gunnarsson sem var samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn lét kanna slíkar hugmyndir og sagði meðal annars að með vegtollum væri hægt að flýta framkvæmdum. Sagði Jón að brýnt væri að fara í nauðsynlegar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og nefndi hann tvöföldun Reykjanesbrautar, tvöföldun upp á Kjalarnesi og tvöföldun á milli Hveragerðis og Selfoss auk gerðar Sundabrautar. Sagði hann að ljóst væri að slíkar framkvæmdir myndu kosta tugi milljarða, til að flýta fyrir því væri nauðsynlegt að sækja fjármuni til framkvæmdanna annars staðar en úr ríkissjóði. Aðspurður að því af hverju það væri rangt að fjármögnum vegaframkvæmda með vegtollum myndi flýta framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu svaraði Sigurður Ingi því að ekki væri hægt að fara í öll þessi verkefni á sama tíma. „Það er vegna þess að við getum ekki farið í tvoföldun á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi, Sundabrautina, Borgarlínu á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við þekkjum það mjög vel hvað gerist þegar við setjum allt slíkt í gang,“ sagði Sigurður Ingi sem viðurkenndi þó að þörfin á framkvæmdunum væri brýn. Því hefði ríkisstjórnin sett 3,6 milljarða til viðbótar í samgöngumál samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi og reiknað væri með að helmingur af því framlagi færi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngur Víglínan Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að það sé misskilningur að fjármögnun vegaframkvæmda með vegtollum muni flýta fyrir slíkum framkvæmdum. Ekki sé hægt að fara í öll þau verkefni sem kallað hefur verið eftir á sama tíma. „Misskilningurinn sem hefur legið hérna í loftinu ósvarað í heilt ár er að við það að setja upp vegtollahlið við Reykjavík og á þá sem þurfa vinnu sinnar og athafna vegna að keyra þar í gegn, að það muni flýta framkvæmdum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara alrangt,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hafði ekki verið samgönguráðherra lengi áður en hann sló hugmyndir forvera hans í starfi um að fjármagna vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu með vegtollum. Jón Gunnarsson sem var samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn lét kanna slíkar hugmyndir og sagði meðal annars að með vegtollum væri hægt að flýta framkvæmdum. Sagði Jón að brýnt væri að fara í nauðsynlegar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og nefndi hann tvöföldun Reykjanesbrautar, tvöföldun upp á Kjalarnesi og tvöföldun á milli Hveragerðis og Selfoss auk gerðar Sundabrautar. Sagði hann að ljóst væri að slíkar framkvæmdir myndu kosta tugi milljarða, til að flýta fyrir því væri nauðsynlegt að sækja fjármuni til framkvæmdanna annars staðar en úr ríkissjóði. Aðspurður að því af hverju það væri rangt að fjármögnum vegaframkvæmda með vegtollum myndi flýta framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu svaraði Sigurður Ingi því að ekki væri hægt að fara í öll þessi verkefni á sama tíma. „Það er vegna þess að við getum ekki farið í tvoföldun á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi, Sundabrautina, Borgarlínu á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við þekkjum það mjög vel hvað gerist þegar við setjum allt slíkt í gang,“ sagði Sigurður Ingi sem viðurkenndi þó að þörfin á framkvæmdunum væri brýn. Því hefði ríkisstjórnin sett 3,6 milljarða til viðbótar í samgöngumál samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi og reiknað væri með að helmingur af því framlagi færi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Samgöngur Víglínan Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34
Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30