Snæfríður Sól komst ekki áfram í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug.
Snæfríður synti á tímanum 2.01,05 í undanrásum og var síðust í sínum riðli. Snæfríður hafnaði í 32.sæti af 42 keppendum.
Kristinn Þórarinsson komst heldur ekki áfram í undanúrslit í 100 metra fjórsundi en hann synti á 55,12 sekúndum og hafnaði í 30.sæti.
Þau Snæfríður og Kristinn komust heldur ekki áfram þegar þau kepptu fyrir blandaða sveit Íslands í 4x50 metra skriðsundi en sveitin var að koma í marki. Íslenska sveitin synti á 1:36,94 mínútum og höfnuðu í 17.sæti. Í sveitinni voru þau Kristinn Þórarinsson, Aron Örn Stefánsson, Ingibjörg Kristín Jónssdóttir og Snæfríður Sól.
