Framlögin sýnishorn af samgöngustefnu Baldur Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vígir ný gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Vegagerðin. „Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
„Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira