Annar kafli Brexit-viðræðna hefst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Theresa May er hún gekk út af fundi leiðtogaráðsins. Nordicphotos/AFP Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í gær að hefja næsta stig viðræðna um útgöngu Bretlands úr ESB, svokallað Brexit. Vonast er til þess að viðræður hefjist fljótlega eftir áramót. Í viðmiðunarreglum sambandsins segir að undir annað, og síðara, stigið falli framtíðarsamskipti Evrópusambandsins og Breta eftir Brexit. Undir fyrra stigið falli hins vegar viðræður um aðskilnaðargreiðslur Breta, réttindi breskra ríkisborgara búsettra annars staðar innan ESB og öfugt sem og landamæragæsla á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPFyrst stendur til að ræða tveggja ára aðlögunarferlið sem fylgir í kjölfar útgöngunnar sem áætluð er í mars 2019. Þær viðræður eiga að fara fram í janúar. Í mars verður svo rætt um milliríkjaviðskipti og öryggissamstarf, að því er BBC greinir frá. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, kærlega fyrir í gær. „Nú hefur mikilvægt skref verið stigið í áttina að hnökralausri útgöngu ásamt því að tryggja áframhaldandi samstarf og samvinnu,“ sagði hún.Theresa May er hún mætti til fundar í Brussel í gær.Nordicphotos/AFPForsætisráðherrann sagði jafnframt að viðræður um framtíðarsambandið myndu hefjast sem allra fyrst. Vonast hún eftir því að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig til þess að útrýma óvissu. Juncker sagði að nú þyrfti að reka smiðshöggið á samkomulagið sem náðist á fyrsta stigi viðræðna. „Annað stig viðræðna verður mun erfiðara en hið fyrsta, sem var þó ansi flókið,“ bætti hann við. Juncker hrósaði May jafnframt og sagði hana harðan, greindan og kurteisan samningamann. Hann væri þó sannfærður um að hægt væri að ná samningi sem bæði breska þinginu og Evrópuþinginu litist vel á. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í gær að hefja næsta stig viðræðna um útgöngu Bretlands úr ESB, svokallað Brexit. Vonast er til þess að viðræður hefjist fljótlega eftir áramót. Í viðmiðunarreglum sambandsins segir að undir annað, og síðara, stigið falli framtíðarsamskipti Evrópusambandsins og Breta eftir Brexit. Undir fyrra stigið falli hins vegar viðræður um aðskilnaðargreiðslur Breta, réttindi breskra ríkisborgara búsettra annars staðar innan ESB og öfugt sem og landamæragæsla á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPFyrst stendur til að ræða tveggja ára aðlögunarferlið sem fylgir í kjölfar útgöngunnar sem áætluð er í mars 2019. Þær viðræður eiga að fara fram í janúar. Í mars verður svo rætt um milliríkjaviðskipti og öryggissamstarf, að því er BBC greinir frá. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, kærlega fyrir í gær. „Nú hefur mikilvægt skref verið stigið í áttina að hnökralausri útgöngu ásamt því að tryggja áframhaldandi samstarf og samvinnu,“ sagði hún.Theresa May er hún mætti til fundar í Brussel í gær.Nordicphotos/AFPForsætisráðherrann sagði jafnframt að viðræður um framtíðarsambandið myndu hefjast sem allra fyrst. Vonast hún eftir því að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig til þess að útrýma óvissu. Juncker sagði að nú þyrfti að reka smiðshöggið á samkomulagið sem náðist á fyrsta stigi viðræðna. „Annað stig viðræðna verður mun erfiðara en hið fyrsta, sem var þó ansi flókið,“ bætti hann við. Juncker hrósaði May jafnframt og sagði hana harðan, greindan og kurteisan samningamann. Hann væri þó sannfærður um að hægt væri að ná samningi sem bæði breska þinginu og Evrópuþinginu litist vel á.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira