Útgjöld ríkisins aukast um tvö prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson greindi frá því í gær að ríkisstjórnin myndi leggja fram nýja fjármálaáætlun. Í henni er gert ráð fyrir að afkoman fyrir ríkissjóð verði ekki lægri en 1,2 prósent af landsframleiðslu. vísir/Ernir Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels