Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:15 Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira