Réttur barna til öryggis þarf að vega þyngra en réttur foreldris til umgengni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2017 11:34 Faðir á sextugsaldri, bróðir Kolbrúnar, er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa nauðgað tveimur dætrum sínum. Vísir/GVA „Nú hefur líklega ekki farið framhjá neinum fréttir um föðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa brotið kynferðislega á þriðju dóttur sinni,“ skrifar Kolbrún Jónsdóttir, systir föðurins, í opnu bréfi til þingmanna, sem hún birtir á Facebook í dag. Þar gagnrýnir hún þær skorður sem Barnavernd eru settar þegar kemur að eftirliti á heimilum. „Í mjög stuttu máli þá var hann dæmdur árið 1991 fyrir að hafa brotið kynferðislega á elstu dóttur sinni, síðan þá hefur hann eignast fleiri börn og situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa brotið á tveimur dætrum sínum til viðbótar. Þessi maður er bróðir minn.“ Bróðir Kolbrúnar neitar sök í báðum málum en lögreglan á Suðurlandi rannsakar málin tvö saman. Bróðir þessa manns hlaut einnig dóm fyrir nokkrum árum fyrir að brjóta kynferðislega á dóttur sinni.Sjá einnig: Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpaKolbrún skrifar opið bréf til þingmanna.vísir/gvaÓttaðist að hann myndi brjóta á fleiri börnum Kolbrún segir að hún hafi í mörg ár fylgst með úr fjarlægð og óttast að hann myndi misnota yngri börnin sín, eins og nú hefur komið í ljós. Hún hefur síðustu vikur verið í samskiptum við fjölmiðla til að vekja athygli á þessu máli ásamt frænku sinni sem maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn árið 1991. „Við tilkynntum hann til barnaverndar á sínum tíma og vitum að það hafa fleiri gert, en þau svör sem við fengum frá barnavernd voru á þá leið að meðan ekki lægi fyrir rökstuddur grunur um misnotkun eða ofbeldi væri ekkert sem barnavernd gæti gert þar sem hann hefði tekið út sinn dóm 1991.“ Kolbrún segir að hún geri sér fulla grein fyrir því að einstaklingar séu lausir allra mála þegar þeir hafi tekið út sína refsingu. „Hinsvegar, þegar um kynferðisbrot og barnagirnd er að ræða eru afleiðingar þess að einstaklingurinn brjóti af sér aftur geigvænlegar. Því er ekki hægt að setja rétt afbrotamannsins til hefðbundins lífs ofar en rétt barna til öryggis.“ Kolbrún segir að í samskiptum við Barnavernd hafi hún upplifað einlægan vilja þeirra til að hjálpa, en í þessu máli hafi það ekki verið nóg. Barnavernd sé settar þröngar skorður til þess að fylgjast með heimilisaðstæðum eða grípa inn í.Talað hefur verið fjálglega um að ekki sé hægt að koma á kerfi þar sem menn losna aldrei undan refsingu samfélagsins, fái aldrei tækifæri á nýjan leik. Þetta hefur verið prinsipp, menn hafa ríghaldið í þessa, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu um afstöðu á Alþingi til eftirlits með hættulegum kynferðisbrotamönnum.Vísir/ValliEkki hægt að efast um hæfni foreldris „Við frænkur viljum óska eftir því við yfirvöld að settur sé verkefnahópur eða vinnureglur, reglugerðir og lög sem varða barnavernd eru athuguð með það í huga að heimildir séu til að fylgjast með mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot og eiga lögheimili með einstaklingum undir 18 ára aldri.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í samtali við Vísi að heimildir til eftirlits þegar komi að hættulegasta hópi kynferðisbrotamanna engar. Það prinsipp ríki á Alþingi að menn eigi að geta afplánað sinn dóm en ekki verið refsað til frambúðar. Bragi segir önnur ríki í auknum mæli gera undantekningu á þessari meginreglu, með eftirliti með hættulegum kynferðisbrotamönnum, til þess að vernda börnin. „Við höfum lagt til í áraraðir að koma upp eftirlitskerfi svo hægt sé að hafa auga með þessum mönnum,“ Kolbrúnu finnst skrítið að leikskólar, skólar, frístundarheimili og aðrar stofnanir sem annast börn hafi heimild til að kanna sakavottorð fólks áður en það hefur störf en ekki þeirra sem ætla að hafa börn á heimili sínu. „Ekki er hægt að gera neinar athugasemdir við eða efast um hæfni foreldris til að annast barn á heimili sínu, þ.m.t. baða, sjá um klósettþarfir, svæfa o.s.frv., þó að foreldrið hafi áður verið dæmt fyrir að brjóta á barni. Réttur barna til öryggis þarf að vega þyngra, bæði í orði og á borði, en réttur foreldris til umgengni.“ Bréf Kolbrúnar má lesa í heild sinni í færslunni hér fyrir neðan: Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00 Maður grunaður er um kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir föður sem grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum þegar þær voru fimm til sex ára. 6. desember 2017 19:50 Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Faðirinn á þriggja og níu ára börn til viðbótar við dætur sínar þrjár sem allar segja hann hafa brotið gegn sér. 10. nóvember 2017 16:29 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Nú hefur líklega ekki farið framhjá neinum fréttir um föðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa brotið kynferðislega á þriðju dóttur sinni,“ skrifar Kolbrún Jónsdóttir, systir föðurins, í opnu bréfi til þingmanna, sem hún birtir á Facebook í dag. Þar gagnrýnir hún þær skorður sem Barnavernd eru settar þegar kemur að eftirliti á heimilum. „Í mjög stuttu máli þá var hann dæmdur árið 1991 fyrir að hafa brotið kynferðislega á elstu dóttur sinni, síðan þá hefur hann eignast fleiri börn og situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa brotið á tveimur dætrum sínum til viðbótar. Þessi maður er bróðir minn.“ Bróðir Kolbrúnar neitar sök í báðum málum en lögreglan á Suðurlandi rannsakar málin tvö saman. Bróðir þessa manns hlaut einnig dóm fyrir nokkrum árum fyrir að brjóta kynferðislega á dóttur sinni.Sjá einnig: Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpaKolbrún skrifar opið bréf til þingmanna.vísir/gvaÓttaðist að hann myndi brjóta á fleiri börnum Kolbrún segir að hún hafi í mörg ár fylgst með úr fjarlægð og óttast að hann myndi misnota yngri börnin sín, eins og nú hefur komið í ljós. Hún hefur síðustu vikur verið í samskiptum við fjölmiðla til að vekja athygli á þessu máli ásamt frænku sinni sem maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn árið 1991. „Við tilkynntum hann til barnaverndar á sínum tíma og vitum að það hafa fleiri gert, en þau svör sem við fengum frá barnavernd voru á þá leið að meðan ekki lægi fyrir rökstuddur grunur um misnotkun eða ofbeldi væri ekkert sem barnavernd gæti gert þar sem hann hefði tekið út sinn dóm 1991.“ Kolbrún segir að hún geri sér fulla grein fyrir því að einstaklingar séu lausir allra mála þegar þeir hafi tekið út sína refsingu. „Hinsvegar, þegar um kynferðisbrot og barnagirnd er að ræða eru afleiðingar þess að einstaklingurinn brjóti af sér aftur geigvænlegar. Því er ekki hægt að setja rétt afbrotamannsins til hefðbundins lífs ofar en rétt barna til öryggis.“ Kolbrún segir að í samskiptum við Barnavernd hafi hún upplifað einlægan vilja þeirra til að hjálpa, en í þessu máli hafi það ekki verið nóg. Barnavernd sé settar þröngar skorður til þess að fylgjast með heimilisaðstæðum eða grípa inn í.Talað hefur verið fjálglega um að ekki sé hægt að koma á kerfi þar sem menn losna aldrei undan refsingu samfélagsins, fái aldrei tækifæri á nýjan leik. Þetta hefur verið prinsipp, menn hafa ríghaldið í þessa, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu um afstöðu á Alþingi til eftirlits með hættulegum kynferðisbrotamönnum.Vísir/ValliEkki hægt að efast um hæfni foreldris „Við frænkur viljum óska eftir því við yfirvöld að settur sé verkefnahópur eða vinnureglur, reglugerðir og lög sem varða barnavernd eru athuguð með það í huga að heimildir séu til að fylgjast með mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot og eiga lögheimili með einstaklingum undir 18 ára aldri.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í samtali við Vísi að heimildir til eftirlits þegar komi að hættulegasta hópi kynferðisbrotamanna engar. Það prinsipp ríki á Alþingi að menn eigi að geta afplánað sinn dóm en ekki verið refsað til frambúðar. Bragi segir önnur ríki í auknum mæli gera undantekningu á þessari meginreglu, með eftirliti með hættulegum kynferðisbrotamönnum, til þess að vernda börnin. „Við höfum lagt til í áraraðir að koma upp eftirlitskerfi svo hægt sé að hafa auga með þessum mönnum,“ Kolbrúnu finnst skrítið að leikskólar, skólar, frístundarheimili og aðrar stofnanir sem annast börn hafi heimild til að kanna sakavottorð fólks áður en það hefur störf en ekki þeirra sem ætla að hafa börn á heimili sínu. „Ekki er hægt að gera neinar athugasemdir við eða efast um hæfni foreldris til að annast barn á heimili sínu, þ.m.t. baða, sjá um klósettþarfir, svæfa o.s.frv., þó að foreldrið hafi áður verið dæmt fyrir að brjóta á barni. Réttur barna til öryggis þarf að vega þyngra, bæði í orði og á borði, en réttur foreldris til umgengni.“ Bréf Kolbrúnar má lesa í heild sinni í færslunni hér fyrir neðan:
Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00 Maður grunaður er um kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir föður sem grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum þegar þær voru fimm til sex ára. 6. desember 2017 19:50 Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Faðirinn á þriggja og níu ára börn til viðbótar við dætur sínar þrjár sem allar segja hann hafa brotið gegn sér. 10. nóvember 2017 16:29 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00
Maður grunaður er um kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir föður sem grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum þegar þær voru fimm til sex ára. 6. desember 2017 19:50
Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Faðirinn á þriggja og níu ára börn til viðbótar við dætur sínar þrjár sem allar segja hann hafa brotið gegn sér. 10. nóvember 2017 16:29
Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00