Cantona klæddi sig upp að hætti Rússa að þessu tilnefni og skýtur að vanda fast á suma en þar má nefna FIFA, enska landsliðið og Gary Lineker.
Ísland kemur líka við sögu en eins og allir vita þá er Ísland á leiðinni á HM í fótbolta í fyrsta sinn næsta sumar. Sömu sögu er að segja af landsliði Panama.
Panama hefur síðustu ár verið mikið í fréttum en þó ekki vegna fótboltalandsliðsins heldur vegna Panama-skjalanna.
Panama lenti í riðli með Englendingum og Cantona bíður að sjálfsögðu upp á eina samsæriskenningu þar sem koma við sögu Panama og svo auðvitað fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð sagði af sér vegna umræddra Panama-skjala og það fór ekkert framhjá Eric Cantona.
Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan en Cantona ræðir líka aðeins leik Manchester United og Manchester City.