Undanfarið hefur hundafatamerkið Petements slegið í gegn á Instagram og ástæðan fyrir því er einföld, það er fátt krúttlegra en hundar í fötum. Og þá sérstaklega tískufötum en Petements þykir svipa mikið til, bæði nafnið og fötin, til franska hátískumerkisins Vetements.
Húfur, treflar, regnkápur og margt margt fleira er í boði frá Petements en hérna er hægt að skoða vöruúrvalið nánar fyrir þá sem vilja tíska hundinn sinn upp.
