Körfubolti

Stockton náði þessu árið 1996 en svo enginn fyrr en LeBron James í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og John Stockton.
LeBron James og John Stockton. Vísir/Samsett/Getty
LeBron James hefur verið ennþá duglegri en vanalega að mata liðsfélaga sína í NBA-deildinni á þessu tímabili og enn eitt dæmið um það var leikur á móti Atlanta Hawks síðustu nótt.

LeBron James gaf 17 stoðsendingar í leiknum og hefur aldrei gefið fleiri stoðsendingar í einum leik í NBA-deildinni.

James skoraði líka ellefu körfur sjálfur í leiknum og hitti úr 85 prósent skota sinna.

Hann varð með því fyrsti NBA-leikmaðurinn síðan í mars 1996 sem skorar að minnsta kosti tíu körfur í viðbót við það að hitta úr meira en 80 prósent skota sinna og gefa meira en fimmtán stoðsendingar.

Síðastur til að ná þessu á undan LeBron James var Utah Jazz leikstjórnandinn John Stockton.





Í leik á móti Houston Rockets í marsmánuði 1996 þá var John Stockton með 25 stig, 15 stosðendingar og 91 prósent skotnýtingu (11 af 12).

Í nótt var LeBron James með 25 stig, 17 stoðsendingar og 85 prósent skotnýtingu (11 af 13).

LeBron James hefur gefið 9,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann var með 8,7 stoðsendingar í leik í fyrra og 6,8 stoðsendingar í leik tímabilið 2015-16. Hann er með 7,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á ferlinum.

LeBron James hefur líka hækkað stigaskor sitt á milli ára en hann hefur skorað 28,2 stig í leik í vetur en var með 26,4 stig í leik á 2016-17 tímabilinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×