Trump vísar endurteknum ásökunum um kynferðisáreitni á bug Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2017 15:30 Jessica Leeds (t.v.) og Samantha Holvey (t.h.), tvær kvennanna sem krefjast þingrannsóknar á kynferðisáreitni Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum. Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum.
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila