Alfreð: Má ekki gleyma hversu gott maður hefur það Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2017 15:00 Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira