Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 21:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill senda geimfara aftur til tunglsins og því næst til Mars. Þetta tilkynnti Trump við athöfn í Hvíta húsinu í dag þar sem hann fól Robert M. Lightfoot, starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, að leiða verkefnið. Nýrri tilskipun forsetans, sem kallast Space Policy Directive-1, er ætlað að beina NASA aftur að þeirri grunnstefnu að kanna geiminn, samkvæmt Trump, og staðfesta forystu Bandaríkjanna í geimnum. Enginn hefur lent á tunglinu frá árinu 1972. „Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar. Við munum byggja grunn að ferð til Mars og mögulega einhvern tímann til margra annarra heima,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt NPR er það þó erfiðara en að segja það fyrir Bandaríkin að senda menn til tunglsins. NASA á ekki lengur geimfar sem getur borið menn síðan notkun geimskutlnanna var hætt árið 2011. Geimfarar sem ferðast til geimstöðvarinnar eru sendir þangað í rússneskum geimförum.Búist er við því að einkafyrirtækið eins og SpaceX og Boeing muni jafnvel senda menn til geimstöðvarinnar á næsta ári. NASA hefur þó unnið að smíði nýrrar geimflaugar í um tíu ár. Til stendur að framkvæma tilraunaskot árið 2019 og senda ómannað far á braut um tunglið og til baka. Nokkrir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að snúa aftur til tunglsins og jafnvel byggja þar bækistöð. Nægir fjármunir hafa þó ekki fengist til verksins hingað til. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Hvíta húsið og NASA muni leita til þingsins til að fjármagna verkefnið.A journey of a thousand miles begins with a single step. Today, the first step was made to return humans to the Moon and ultimately to Mars. Details: https://t.co/RdxiMkPfaK pic.twitter.com/7AmlzjIbte— NASA (@NASA) December 11, 2017 Tune in as President Trump signs Space Policy Directive – 1: https://t.co/huc4PDVyoC— The White House (@WhiteHouse) December 11, 2017 Donald Trump SpaceX Vísindi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill senda geimfara aftur til tunglsins og því næst til Mars. Þetta tilkynnti Trump við athöfn í Hvíta húsinu í dag þar sem hann fól Robert M. Lightfoot, starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, að leiða verkefnið. Nýrri tilskipun forsetans, sem kallast Space Policy Directive-1, er ætlað að beina NASA aftur að þeirri grunnstefnu að kanna geiminn, samkvæmt Trump, og staðfesta forystu Bandaríkjanna í geimnum. Enginn hefur lent á tunglinu frá árinu 1972. „Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar. Við munum byggja grunn að ferð til Mars og mögulega einhvern tímann til margra annarra heima,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt NPR er það þó erfiðara en að segja það fyrir Bandaríkin að senda menn til tunglsins. NASA á ekki lengur geimfar sem getur borið menn síðan notkun geimskutlnanna var hætt árið 2011. Geimfarar sem ferðast til geimstöðvarinnar eru sendir þangað í rússneskum geimförum.Búist er við því að einkafyrirtækið eins og SpaceX og Boeing muni jafnvel senda menn til geimstöðvarinnar á næsta ári. NASA hefur þó unnið að smíði nýrrar geimflaugar í um tíu ár. Til stendur að framkvæma tilraunaskot árið 2019 og senda ómannað far á braut um tunglið og til baka. Nokkrir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að snúa aftur til tunglsins og jafnvel byggja þar bækistöð. Nægir fjármunir hafa þó ekki fengist til verksins hingað til. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Hvíta húsið og NASA muni leita til þingsins til að fjármagna verkefnið.A journey of a thousand miles begins with a single step. Today, the first step was made to return humans to the Moon and ultimately to Mars. Details: https://t.co/RdxiMkPfaK pic.twitter.com/7AmlzjIbte— NASA (@NASA) December 11, 2017 Tune in as President Trump signs Space Policy Directive – 1: https://t.co/huc4PDVyoC— The White House (@WhiteHouse) December 11, 2017
Donald Trump SpaceX Vísindi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira