Hó, hó, hó: Stjörnurnar komnar í jólaskap Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2017 21:30 Er þetta það jólalegasta sem þið hafið séð í dag? Vísir / Samsett mynd Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári. Jól Jólaskraut Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira
Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári.
Jól Jólaskraut Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira