Það er hægt að komast í gegnum aðventuna án þess að missa „kúlið" Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2017 12:30 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli. Aðsent/Andrea Jónsdóttir Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari, sem er betur þekkt sem Ragga nagli, skrifar mikið um heilsu og mataræði og gefur fólki góð ráð á Facebook síðu sinni. Hún segir að sveigjanleg hugsun minnki líkur á því að fólk fari út í öfgar eða fái samviskubit yfir mataræðinu yfir hátíðarnar. „Kræsingar leka úr öllum kaffistofum um þessar mundir. Nýbakaðar Sörur. Makkintossj í skálum. Nóa konfekt í harðspjaldakössum frá Odda.En það er vel hægt að komast í gegnum aðventuna og njóta kræsinga án þess að missa kontrólið og kúlið. Án þess að vera þjakaður af samviskubiti í janúar. Án þess að taka allsherjar klössun með dítoxi og djúsum.“ Eins og aligæs á leið í slátrun Hún segir að ef við værum bragðlaukalausir róbótar væri ekkert mál að dúndra sér í gegnum lífið með brokkolí, kjúkling og hrísgrjón á disk. „En að gúlla súkkulaði er einfaldlega hluti af að vera mennskur. Með því að tileinka sér 80/20 nálgunina náum við þessu dásamlega jafnvægi og heilbrigðu sambandi við mat. 80% er maturinn sem líkaminn þarf og vill. 20% er svo glugginn sem við getum opnað, ef við viljum, fyrir lakkrístoppum, randalínum og pralínfylltu Nóa.“ Ragga minnir á að litlir skammtar af „næringarsnauðu kaloríusósuðu transfitudúndruðu stöffi“ getur haft áhrif á heilsuna ef megnið af fæðunni sé næringarrík heil fæða með eitt innihald. „Að auki, því sveigjanlegri hugsun gagnvart mat því minni líkur á að sturta í sig heilum poka af piparhúðuðu Nóa Kroppi í snarhasti bakvið hurð. Með samviskubitið lúrandi yfir og allt um kring eins og koltvísýringur. Sveigjanleg hugsun kemur í veg fyrir að matur lendi í svart-hvítu flokkunarkerfinu. Annað hvort afkvæmi Kölska og við erum óþekk að svindla. Eða næring englanna og við fægjum geislabauginn.“ Hún segir að það sé alveg í lagi að 20 prósent af heildarinntöku dagsins komi frá „djönki“ og því sé alveg hægt að opna gluggann fyrir kræsingum. „Ef þú gúllar 2.000 á dag, þá áttu 400 kvekendi til að leika þér með. Það er til dæmis ein væn sneið af súkkulaðiköku. Enginn matur einn og sér spikfitar þig eins og aligæs á leið í slátrun. Það er magnið sem skiptir öllu máli.“Njóta án samviskubits Ragga gefur einnig nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja reyna að standast freistingarnar í vinnunni og komast hjá því að dælda árangur haustsins „Slepptu því að fara inn á kaffistofu ef þar svigna borð undan kræsingum eins og í Kristnihaldi undir jökli.“ Hún mælir líka með því að hafa margar vatnsflöskur og niðurskorna ávexti á skrifborðinu. „Hafðu sælgæti úr augsýn og utan seilingar þannig að þú þurfir að standa upp til að ná í molana. Rannsókn á læknariturum sýndi að þær borðuðu þrjá mola á dag þegar nammiskál var geymd þrjá metra frá skrifborðinu en níu mola þegar skálin var við hliðina á tölvunni. Sparnaður uppá mola hljómar ekki mikið en það safnast saman. Það er rúmlega 30 molum færra yfir vinnuvikuna.“ Einnig sé hægt að biðja samstarfsfélaganna að geyma sitt „gúmmelaði“ ofan í skúffu. „Þegar þig virkilega, virkilega, virkilega langar í gómsæti skaltu gefa þér fullt leyfi án samviskubits til að njóta. Taktu handfylli en ekki setja örðu upp í túlann fyrr en þú getur sest niður í rólegheitum og notið í botn með núvitund og öll skilningarvit einbeitt á molana upp í þér. Svo skaltu fara aftur til vinnu.“ Ragga hvetur fólk til að sleppa því að háma í sig meðvitundarlaust yfir tölvupóstskrifum. „Þá verður engin minning og þú endar í skápaskrölti heima eftir vinnu. Með þessi ráð í farteskinu massarðu aðventuna og orð eins og átak, dítox, megrun og kúr verða úthýst í hundakofann í janúar.“ Jól Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira
Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari, sem er betur þekkt sem Ragga nagli, skrifar mikið um heilsu og mataræði og gefur fólki góð ráð á Facebook síðu sinni. Hún segir að sveigjanleg hugsun minnki líkur á því að fólk fari út í öfgar eða fái samviskubit yfir mataræðinu yfir hátíðarnar. „Kræsingar leka úr öllum kaffistofum um þessar mundir. Nýbakaðar Sörur. Makkintossj í skálum. Nóa konfekt í harðspjaldakössum frá Odda.En það er vel hægt að komast í gegnum aðventuna og njóta kræsinga án þess að missa kontrólið og kúlið. Án þess að vera þjakaður af samviskubiti í janúar. Án þess að taka allsherjar klössun með dítoxi og djúsum.“ Eins og aligæs á leið í slátrun Hún segir að ef við værum bragðlaukalausir róbótar væri ekkert mál að dúndra sér í gegnum lífið með brokkolí, kjúkling og hrísgrjón á disk. „En að gúlla súkkulaði er einfaldlega hluti af að vera mennskur. Með því að tileinka sér 80/20 nálgunina náum við þessu dásamlega jafnvægi og heilbrigðu sambandi við mat. 80% er maturinn sem líkaminn þarf og vill. 20% er svo glugginn sem við getum opnað, ef við viljum, fyrir lakkrístoppum, randalínum og pralínfylltu Nóa.“ Ragga minnir á að litlir skammtar af „næringarsnauðu kaloríusósuðu transfitudúndruðu stöffi“ getur haft áhrif á heilsuna ef megnið af fæðunni sé næringarrík heil fæða með eitt innihald. „Að auki, því sveigjanlegri hugsun gagnvart mat því minni líkur á að sturta í sig heilum poka af piparhúðuðu Nóa Kroppi í snarhasti bakvið hurð. Með samviskubitið lúrandi yfir og allt um kring eins og koltvísýringur. Sveigjanleg hugsun kemur í veg fyrir að matur lendi í svart-hvítu flokkunarkerfinu. Annað hvort afkvæmi Kölska og við erum óþekk að svindla. Eða næring englanna og við fægjum geislabauginn.“ Hún segir að það sé alveg í lagi að 20 prósent af heildarinntöku dagsins komi frá „djönki“ og því sé alveg hægt að opna gluggann fyrir kræsingum. „Ef þú gúllar 2.000 á dag, þá áttu 400 kvekendi til að leika þér með. Það er til dæmis ein væn sneið af súkkulaðiköku. Enginn matur einn og sér spikfitar þig eins og aligæs á leið í slátrun. Það er magnið sem skiptir öllu máli.“Njóta án samviskubits Ragga gefur einnig nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja reyna að standast freistingarnar í vinnunni og komast hjá því að dælda árangur haustsins „Slepptu því að fara inn á kaffistofu ef þar svigna borð undan kræsingum eins og í Kristnihaldi undir jökli.“ Hún mælir líka með því að hafa margar vatnsflöskur og niðurskorna ávexti á skrifborðinu. „Hafðu sælgæti úr augsýn og utan seilingar þannig að þú þurfir að standa upp til að ná í molana. Rannsókn á læknariturum sýndi að þær borðuðu þrjá mola á dag þegar nammiskál var geymd þrjá metra frá skrifborðinu en níu mola þegar skálin var við hliðina á tölvunni. Sparnaður uppá mola hljómar ekki mikið en það safnast saman. Það er rúmlega 30 molum færra yfir vinnuvikuna.“ Einnig sé hægt að biðja samstarfsfélaganna að geyma sitt „gúmmelaði“ ofan í skúffu. „Þegar þig virkilega, virkilega, virkilega langar í gómsæti skaltu gefa þér fullt leyfi án samviskubits til að njóta. Taktu handfylli en ekki setja örðu upp í túlann fyrr en þú getur sest niður í rólegheitum og notið í botn með núvitund og öll skilningarvit einbeitt á molana upp í þér. Svo skaltu fara aftur til vinnu.“ Ragga hvetur fólk til að sleppa því að háma í sig meðvitundarlaust yfir tölvupóstskrifum. „Þá verður engin minning og þú endar í skápaskrölti heima eftir vinnu. Með þessi ráð í farteskinu massarðu aðventuna og orð eins og átak, dítox, megrun og kúr verða úthýst í hundakofann í janúar.“
Jól Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira