Bleika slaufan Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. desember 2017 07:00 Flest þekkjum við einhvern sem þjáist af órökréttri, og oft ofsafenginni, hræðslu eða kvíða í garð hinna undarlegustu hluta. Trúðar, köngulær, föstudagurinn þrettándi, hræðsla, blöðrur. Allt eru þetta algengir fóbíuvaldar. Sjálfur glími ég við trypofóbíu í mínu daglega lífi. Trypofóbía er hræðsla eða fælni við ákveðin mynstur, form eða þyrpingar sem verða á vegi manns í hinu daglega lífi. Verði ég fyrir slíku áreiti rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds og líkami minn berst við löngunina til að selja upp. Þetta gerðist nú síðast í gær þegar óforskömmuð vinkona mín birti mynd af froðukenndum lattebolla á Facebook. Ég þurfti að beita mig hörðu til að veina ekki. Aðrir algengir hlutir sem framkalla þessi viðbrögð eru sólblóm, götóttir ostar, þyrpingar fílapensla og Súmötru kartan, sem blessunarlega þrífst ekki á Íslandi. Sá allra algengasti er hins vegar Bleika slaufa ársins 2016. Hönnuði hennar vil ég biðja fyrirfram afsökunar. Frá því í október á síðasta ári hefur þetta ástand varað. Maður veit aldrei hvenær þetta gerist, það gæti verið í fjölskylduboði, í vinnunni, í biðröð eftir afgreiðslu, í raun hvar sem er. Í hvert skipti líður mér jafn kjánalega þegar ég þarf að biðja viðkomandi um að hylja slaufuna til að forða því að líkami minn grípi til fýlslegra viðbragða. Þrátt fyrir að nú sé desember 2017, og ný Bleik slaufa hafi komið út fyrir tveimur mánuðum, eru enn einhverjir sem skarta fyrirrennara hennar. Óvísindalegar og ónákvæmar mælingar á þessari óviðurkenndu fælni benda til þess að um einn af hverjum tíu þjáist af honum. Ég held ég tali fyrir hönd allra Íslendinga sem þjást af þessu þegar ég biðla til fólks að kaupa endilega hina Bleiku slaufu ársins 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun
Flest þekkjum við einhvern sem þjáist af órökréttri, og oft ofsafenginni, hræðslu eða kvíða í garð hinna undarlegustu hluta. Trúðar, köngulær, föstudagurinn þrettándi, hræðsla, blöðrur. Allt eru þetta algengir fóbíuvaldar. Sjálfur glími ég við trypofóbíu í mínu daglega lífi. Trypofóbía er hræðsla eða fælni við ákveðin mynstur, form eða þyrpingar sem verða á vegi manns í hinu daglega lífi. Verði ég fyrir slíku áreiti rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds og líkami minn berst við löngunina til að selja upp. Þetta gerðist nú síðast í gær þegar óforskömmuð vinkona mín birti mynd af froðukenndum lattebolla á Facebook. Ég þurfti að beita mig hörðu til að veina ekki. Aðrir algengir hlutir sem framkalla þessi viðbrögð eru sólblóm, götóttir ostar, þyrpingar fílapensla og Súmötru kartan, sem blessunarlega þrífst ekki á Íslandi. Sá allra algengasti er hins vegar Bleika slaufa ársins 2016. Hönnuði hennar vil ég biðja fyrirfram afsökunar. Frá því í október á síðasta ári hefur þetta ástand varað. Maður veit aldrei hvenær þetta gerist, það gæti verið í fjölskylduboði, í vinnunni, í biðröð eftir afgreiðslu, í raun hvar sem er. Í hvert skipti líður mér jafn kjánalega þegar ég þarf að biðja viðkomandi um að hylja slaufuna til að forða því að líkami minn grípi til fýlslegra viðbragða. Þrátt fyrir að nú sé desember 2017, og ný Bleik slaufa hafi komið út fyrir tveimur mánuðum, eru enn einhverjir sem skarta fyrirrennara hennar. Óvísindalegar og ónákvæmar mælingar á þessari óviðurkenndu fælni benda til þess að um einn af hverjum tíu þjáist af honum. Ég held ég tali fyrir hönd allra Íslendinga sem þjást af þessu þegar ég biðla til fólks að kaupa endilega hina Bleiku slaufu ársins 2017.