Framlenging: 4+1 reglan ástæðan fyrir spennunni í Domino's deildinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 22:30 Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira