Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 11:29 Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ, var einn fjögurra sem Sigríður Á. Andersen tók af lista dómnefndar. vísir/eyþór Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Eiríkur var einn þeirra fimmtán sem dómnefnd lagði til að skipaður yrði í Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á tillögu nefndarinnar og var Eiríkur einn hinna fjögurra sem skipt var út. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Tveir hinna fjögurra, lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson, stefndu ríkinu fyrr á árinu. Lauk málinu í Hæstarétti fyrr í mánuðinum með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísað meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað þriðji umsækjandinn sem Sigríður skipti út af lista dómnefndar, héraðsdómarinn Jón Höskuldsson, að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Eiríkur Jónsson varð fertugur á árinu og á 27 ár eftir á vinnumarkaði sé miðað við hefðbundinn eftirlaunaaldur. Auk þess eru laun lagaprófessora við háskólastofnun önnur og lægri en héraðsdómara. Þá eru þau, samkvæmt upplýsingum af vef félags prófessora, líklega um einni milljón lægri en laun dómara við Landsrétt, sem eru um 1,7 milljón króna. Eiríkur gæti því sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum og eru þá ekki taldar með lífeyrisgreiðslur. Ekki er gerð nein krafa um upphæð í stefnu Eiríks. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu að stefnan hefði verið send ríkinu í gær en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hafa því allir fjórir umsækjendurnir sem dómsmálaráðherra skipti út af lista dómnefndarinnar stefnt ríkinu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Eiríkur var einn þeirra fimmtán sem dómnefnd lagði til að skipaður yrði í Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á tillögu nefndarinnar og var Eiríkur einn hinna fjögurra sem skipt var út. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Tveir hinna fjögurra, lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson, stefndu ríkinu fyrr á árinu. Lauk málinu í Hæstarétti fyrr í mánuðinum með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísað meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað þriðji umsækjandinn sem Sigríður skipti út af lista dómnefndar, héraðsdómarinn Jón Höskuldsson, að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Eiríkur Jónsson varð fertugur á árinu og á 27 ár eftir á vinnumarkaði sé miðað við hefðbundinn eftirlaunaaldur. Auk þess eru laun lagaprófessora við háskólastofnun önnur og lægri en héraðsdómara. Þá eru þau, samkvæmt upplýsingum af vef félags prófessora, líklega um einni milljón lægri en laun dómara við Landsrétt, sem eru um 1,7 milljón króna. Eiríkur gæti því sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum og eru þá ekki taldar með lífeyrisgreiðslur. Ekki er gerð nein krafa um upphæð í stefnu Eiríks. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu að stefnan hefði verið send ríkinu í gær en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hafa því allir fjórir umsækjendurnir sem dómsmálaráðherra skipti út af lista dómnefndarinnar stefnt ríkinu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42