BBC greinir frá þessu, en í nýjustu ályktun ráðsins var ákveðið að skera niður olíuinnflutning til Norður-Kóreu um níutíu prósent.
Kínverjar neita því hins vegar staðfastlega að þeir hafi verið að brjóta gegn ályktunum ráðsins, en þeim er ætlað að fá Norður-Kóreumenn til að hætta þróun kjarnorkuvopna og langdrægra eldflauga.
Í færslu á Twitter vísar Trump forseti til blaðagreinar í suðurkóresku dagblaði þar sem því er haldið fram að bandaríski herinn hafi síðan í október margsinnis orðið vitni að því þegar kínversk olíuskip dæli olíu yfir í norðurkóresk á hafi úti. Fréttin hefur þó ekki verið staðfest af bandarískum stjórnvöldum.
Caught RED HANDED - very disappointed that China is allowing oil to go into North Korea. There will never be a friendly solution to the North Korea problem if this continues to happen!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2017