Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2017 21:30 Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að allt að 156 hvítabirnir verði veiddir á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00