Dýrari vörur og stærri körfur fyrir jólin í ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 18:32 Frá miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu þar sem margir hafa eflaust verslað síðustu jólagjafirnar. Vísir/Eyþór Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir hin umtöluðu sous vide-tæki og þráðlaus heyrnartól hafa verið vinsælustu jólagjafirnar í ár. Neyslumynstur Íslendinga sé greinilega að breytast og þá virðast dýrari vörur hafa leynst undir trénu þessi jól en árin á undan. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi jólaverslunina í ár. Hann segir kaupmenn hafa búist við vinsældum sous vide-tækja, sem seldust upp á mörgum stöðum fyrir jólin – en þó ekki öllum - og því birgt sig vel upp af tækjunum sjálfum. Aukahlutir, sem notaðir eru við sous vide-matargerð, lofttæmingarvélar og sérstakir pokar til matreiðslunnar, hafi hins vegar selst nær alveg upp. Þráðlaus heyrnartól slógu einnig í gegn hjá Íslendingum í ár en mikil sala var á raftækjum fyrir jólin, eins og síðustu ár. Þá segir Árni neytendur hafa keypt fleiri og dýrari vörur nú en árin á undan. „Það sem menn sáu helst var að það var stækkun á vörukörfum hjá einhverjum, menn voru kannski að kaupa meira, dýrari vörur mögulega. Dýrari útgáfu af samskonar vörum og áður, og þar var helst að nefna heyrnartól og slíkt,“ segir Árni. „Svo var töluvert af fatnaði líka sem seldist sem var mögulega klassa ofar en hefur verið áður, en í sömu búðunum.Sjá einnig: Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréfKoma Costco hafði sömu áhrif og Bónus á sínum tíma Þá segir Árni að breytingar á því hvar fólk verslar, og hvernig, hafi verið sérstaklega áberandi í ár. Netverslun sé þar stærsti þátturinn, og þá samverkun netverslunar og verslananna sjálfra. Mikið sé til að mynda um það að viðskiptavinir kaupi vörur á netinu og sæki þær svo í beint í búðirnar, eða þá að fólk skoði vörur á netinu og kaupi svo í búðinni. Stærstu viðbætur í íslenska verslun á árinu voru án alls vafa risarnir Costco og H&M. Árni segir verslanirnar hafa verkað hvetjandi á íslenska verslun en fordæmi eru spark í rassinn á íslenskri verslun? –costco og h&m bæði til landsins í ár „Það virðist vera eins og það komi reglulega atburður í íslenskri verslun þar sem pressan verður meiri, bæði frá samkeppnisaðilum og neytendum sem verða þá duglegri í einhvern tíma að bera saman,“ segir Árni sem líkir innspýtingunni sem varð við komu verslunarrisanna við komu Bónuss á sínum tíma. „Koma Costco er um margt líkt komu Bónus fyrir einverju síðan og Hagkaups þar á undan. Þá er í raun og veru eitthvað sem breytist og menn fara að fá ástæðu til að fara og reyna að vera skilvirkari og gera betur og endursemja við birgja og slíkt.“Hlusta má á viðtalið við Árna í heild í spilaranum hér að neðan. Neytendur Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir hin umtöluðu sous vide-tæki og þráðlaus heyrnartól hafa verið vinsælustu jólagjafirnar í ár. Neyslumynstur Íslendinga sé greinilega að breytast og þá virðast dýrari vörur hafa leynst undir trénu þessi jól en árin á undan. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi jólaverslunina í ár. Hann segir kaupmenn hafa búist við vinsældum sous vide-tækja, sem seldust upp á mörgum stöðum fyrir jólin – en þó ekki öllum - og því birgt sig vel upp af tækjunum sjálfum. Aukahlutir, sem notaðir eru við sous vide-matargerð, lofttæmingarvélar og sérstakir pokar til matreiðslunnar, hafi hins vegar selst nær alveg upp. Þráðlaus heyrnartól slógu einnig í gegn hjá Íslendingum í ár en mikil sala var á raftækjum fyrir jólin, eins og síðustu ár. Þá segir Árni neytendur hafa keypt fleiri og dýrari vörur nú en árin á undan. „Það sem menn sáu helst var að það var stækkun á vörukörfum hjá einhverjum, menn voru kannski að kaupa meira, dýrari vörur mögulega. Dýrari útgáfu af samskonar vörum og áður, og þar var helst að nefna heyrnartól og slíkt,“ segir Árni. „Svo var töluvert af fatnaði líka sem seldist sem var mögulega klassa ofar en hefur verið áður, en í sömu búðunum.Sjá einnig: Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréfKoma Costco hafði sömu áhrif og Bónus á sínum tíma Þá segir Árni að breytingar á því hvar fólk verslar, og hvernig, hafi verið sérstaklega áberandi í ár. Netverslun sé þar stærsti þátturinn, og þá samverkun netverslunar og verslananna sjálfra. Mikið sé til að mynda um það að viðskiptavinir kaupi vörur á netinu og sæki þær svo í beint í búðirnar, eða þá að fólk skoði vörur á netinu og kaupi svo í búðinni. Stærstu viðbætur í íslenska verslun á árinu voru án alls vafa risarnir Costco og H&M. Árni segir verslanirnar hafa verkað hvetjandi á íslenska verslun en fordæmi eru spark í rassinn á íslenskri verslun? –costco og h&m bæði til landsins í ár „Það virðist vera eins og það komi reglulega atburður í íslenskri verslun þar sem pressan verður meiri, bæði frá samkeppnisaðilum og neytendum sem verða þá duglegri í einhvern tíma að bera saman,“ segir Árni sem líkir innspýtingunni sem varð við komu verslunarrisanna við komu Bónuss á sínum tíma. „Koma Costco er um margt líkt komu Bónus fyrir einverju síðan og Hagkaups þar á undan. Þá er í raun og veru eitthvað sem breytist og menn fara að fá ástæðu til að fara og reyna að vera skilvirkari og gera betur og endursemja við birgja og slíkt.“Hlusta má á viðtalið við Árna í heild í spilaranum hér að neðan.
Neytendur Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30