Tilbúin að kveðja skyggingar og brúnkukrem Ritstjórn skrifar 28. desember 2017 08:30 Ljósmyndarinn Saga Sig hefur getið sér gott orð fyrir ævintýralegar myndir og er með einstakt auga fyrir fegurð í hinum ýmsu myndum. Sjálf er hún með sterkan persónulegan stíl sem einkennist af litagleði en hvar stendur hún þegar kemur að fegurð og förðun. Glamour fékk að forvitnast um hennar eigin snyrtivenjur og skoðanir á förðunartrendum vetrarins sem nú stendur sem hæst. Áttu þér uppáhalds förðunartrend í vetur?Ég er hrifin af bláum litum til dæmis maskara eða augnblýant, svo elska ég líka metal áferðir og bleika tóna. Ég er yfirleitt alltaf með varalit, rauða tóna eða bleika.Hvaða sýning veitti þér mestan innblástur?Ég elska allan GUCCI heiminn og svo fannst mér Balenciaga flott líka.Hvað telur þú verði mest áberandi í förðun fyrir veturinn?Falleg húð sem glóir, náttúruleg, fallegir ljómar á húðina.Hver er þín uppáhalds snyrtivara fyrir þennan árstíma?Ég nota Origins maskana. Drink-up Intensive rakamaskann nota ég á hverjum degi. Hvaða förðunartrend ertu tilbúin að kveðja að þessu sinni?Skyggingar eða conturing, brúnkukrem og íslenskar „skinku augabrúnir”. Sem ljósmyndari er oft rosalega erfitt að eiga við brúnkukrem á myndum, það kemur yfirleitt ekki svo vel út á mynd ef það sést í mikla húð, verður oft mjög mislitt. Líka, sem ljósmyndara, þá truflar það mig persónulega þar sem ég heillast svo af náttúrulegri fegurð, til dæmis þegar stelpur setja í varirnar, mér finnst það taka oft alla athygli á myndinni og eina sem maður sér eru varir.Hvað sjáum við nýtt í heimi förðunar og hárs fyrir veturinn að þínu mati? Ég vona að við sem neytendur séum meðvitaðari um förðunarvörur sem eru “cruelty free“ og að fleiri merki hugsi um það og hvaða efni eru í vörunum sem við erum að nota og hvort þau séu skaðleg.Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að fegurð?Mamma og amma. Náttúruleg fegurð, lita ekki hárið á sér, nota ekki dýr krem heldur mikið af náttúrulegum olíum, til dæmis möndluolíu. Hrukkur og hvernig við eldumst er mjög genetískt, hef tekið eftir því eftir að hafa myndað andlit í 10 ár. Það sést ef konur reykja og fara mikið í sólbað, ég hef ekki mikla trú á kremum sem lagfæra hrukkur en mikla trú á góðum olíum, góðri fæðu og jákvæðu hugarfari.Hvaða snyrtivöru kaupir þú aftur og aftur?Mac varaliti í öllum litum, Origins húðvörur eru frábærarar og er mjög glöð að þær séu komnar aftur í sölu á Íslandi. Rósakremið fra dr Hauscka og svo Clinique hreinsivatnið.Breytist þín hár- og förðunarrútína á þessum tíma?Já, ég þarf meiri raka. Ég fæ kulda exem þannig að ég passa að taka inn olíur, hörfræolíu og omega 3 og fara í gufu reglulega. Mér fannst það hjálpa húðinni minni mjög þegar ég hætti að neyta mjólkurvara, mæli með því fyrir þá sem eiga við húðvandamál að stríða, bólur og þannig. Það er ótrúlegur munur eftir að ég hætti að drekka mjólk í kaffið.Hvert er þitt uppáhalds naglalakk fyrir þennan árstíma?Ég er mjög klassísk þegar kemur að naglalökkum, rautt, bleikt eða nude eru mínir litir. Mest lesið Bestu snyrtivörur ársins Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Blandar saman dýrum og ódýrum vörumerkjum Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Gleðin við völd í partý Swimslow og Geysi Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Gestirnir á Wimbledon Glamour Amy Schumer fékk ekki hlutverk í Girls Glamour
Ljósmyndarinn Saga Sig hefur getið sér gott orð fyrir ævintýralegar myndir og er með einstakt auga fyrir fegurð í hinum ýmsu myndum. Sjálf er hún með sterkan persónulegan stíl sem einkennist af litagleði en hvar stendur hún þegar kemur að fegurð og förðun. Glamour fékk að forvitnast um hennar eigin snyrtivenjur og skoðanir á förðunartrendum vetrarins sem nú stendur sem hæst. Áttu þér uppáhalds förðunartrend í vetur?Ég er hrifin af bláum litum til dæmis maskara eða augnblýant, svo elska ég líka metal áferðir og bleika tóna. Ég er yfirleitt alltaf með varalit, rauða tóna eða bleika.Hvaða sýning veitti þér mestan innblástur?Ég elska allan GUCCI heiminn og svo fannst mér Balenciaga flott líka.Hvað telur þú verði mest áberandi í förðun fyrir veturinn?Falleg húð sem glóir, náttúruleg, fallegir ljómar á húðina.Hver er þín uppáhalds snyrtivara fyrir þennan árstíma?Ég nota Origins maskana. Drink-up Intensive rakamaskann nota ég á hverjum degi. Hvaða förðunartrend ertu tilbúin að kveðja að þessu sinni?Skyggingar eða conturing, brúnkukrem og íslenskar „skinku augabrúnir”. Sem ljósmyndari er oft rosalega erfitt að eiga við brúnkukrem á myndum, það kemur yfirleitt ekki svo vel út á mynd ef það sést í mikla húð, verður oft mjög mislitt. Líka, sem ljósmyndara, þá truflar það mig persónulega þar sem ég heillast svo af náttúrulegri fegurð, til dæmis þegar stelpur setja í varirnar, mér finnst það taka oft alla athygli á myndinni og eina sem maður sér eru varir.Hvað sjáum við nýtt í heimi förðunar og hárs fyrir veturinn að þínu mati? Ég vona að við sem neytendur séum meðvitaðari um förðunarvörur sem eru “cruelty free“ og að fleiri merki hugsi um það og hvaða efni eru í vörunum sem við erum að nota og hvort þau séu skaðleg.Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að fegurð?Mamma og amma. Náttúruleg fegurð, lita ekki hárið á sér, nota ekki dýr krem heldur mikið af náttúrulegum olíum, til dæmis möndluolíu. Hrukkur og hvernig við eldumst er mjög genetískt, hef tekið eftir því eftir að hafa myndað andlit í 10 ár. Það sést ef konur reykja og fara mikið í sólbað, ég hef ekki mikla trú á kremum sem lagfæra hrukkur en mikla trú á góðum olíum, góðri fæðu og jákvæðu hugarfari.Hvaða snyrtivöru kaupir þú aftur og aftur?Mac varaliti í öllum litum, Origins húðvörur eru frábærarar og er mjög glöð að þær séu komnar aftur í sölu á Íslandi. Rósakremið fra dr Hauscka og svo Clinique hreinsivatnið.Breytist þín hár- og förðunarrútína á þessum tíma?Já, ég þarf meiri raka. Ég fæ kulda exem þannig að ég passa að taka inn olíur, hörfræolíu og omega 3 og fara í gufu reglulega. Mér fannst það hjálpa húðinni minni mjög þegar ég hætti að neyta mjólkurvara, mæli með því fyrir þá sem eiga við húðvandamál að stríða, bólur og þannig. Það er ótrúlegur munur eftir að ég hætti að drekka mjólk í kaffið.Hvert er þitt uppáhalds naglalakk fyrir þennan árstíma?Ég er mjög klassísk þegar kemur að naglalökkum, rautt, bleikt eða nude eru mínir litir.
Mest lesið Bestu snyrtivörur ársins Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Blandar saman dýrum og ódýrum vörumerkjum Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Gleðin við völd í partý Swimslow og Geysi Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Gestirnir á Wimbledon Glamour Amy Schumer fékk ekki hlutverk í Girls Glamour