Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Guðmundur Brynjólfsson, djákni og rithöfundur, líkir "sous vide“-æðinu við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Mynd/Egill Bjarnason „Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
„Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30