Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2017 20:11 Frá vettvangi slyssins í dag. Vísir/Vilhelm Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00