Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, er genginn í raðir Keflavíkur á nýjan leik.
Hörður Axel kemur til Keflavíkur frá Astana í Kasakstan.
Hörður Axel lék lengst af með Keflavík á síðasta tímabili. Hann var með 15,7 stig, 5,3 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í fyrra.
Keflavík situr í 6. sæti Domino's deildar karla með 12 stig eftir 11 leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Val 4. janúar.
Hörður Axel aftur til Keflavíkur
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn