Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. desember 2017 09:30 Medis er staðsett í Dalshrauni en Actavis við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Vísir/Eyþór Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi. Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16
Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00