Róbóti lætur hálmi rigna yfir nautin á Sandhóli á hverjum degi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2017 20:57 Það er unun að sjá hvað nautgripunum á bænum Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi líður vel í eldishúsinu sínu. Ástæðan er sú að þau liggja á hálmi og fá hálm yfir sig á hverjum degi úr hálmróbóta líkt og um snjóbað væri að ræða. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hálmróbótann að störfum inni í eldishúsinu á bænum Sandhóli. Húsið sem var tekið í notkun síðasta vor var byggt í þeim tilgangi að ala þar upp naut til nautakjötsframleiðslu. Þegar húsið verður komið í fulla notkun verða þar um 300 nautgripir. Gripirnir eru aldir upp á heilfóðri sem er allt meira og minna ræktað á bænum. Hálmurinn slær í gegn hjá nautunum. „Hann fer um fjósið tvisvar á sólarhring og setur hálm í stíurnar. Það mun vera lykillinn að þessu að vera með hálminn, að hann fari nógu þétt og lítið magn í einu,“ segir Hörður Davíð Björgvinsson, bústjóri, um róbótann. „Og þú sérð það nú hvað gripirnir fíla þetta vel að fá yfir sig bað af hálmi þrisvar á dag. Þeir sækjast í það að liggja undir hálminum, að fá tilbreytingu í lífið hjá sér.“ Hörður og Arndís Jóhanna Harðardóttir bústjóri segja mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti. „Það allavega vantar enn þá nautakjöt og meðan að má ekki flytja mikið inn, sem verður vonandi ekki í framtíðinni, að þá vantar íslenskt nautakjöt alveg í stórum stíl,“ segir Arndís. Landbúnaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Það er unun að sjá hvað nautgripunum á bænum Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi líður vel í eldishúsinu sínu. Ástæðan er sú að þau liggja á hálmi og fá hálm yfir sig á hverjum degi úr hálmróbóta líkt og um snjóbað væri að ræða. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hálmróbótann að störfum inni í eldishúsinu á bænum Sandhóli. Húsið sem var tekið í notkun síðasta vor var byggt í þeim tilgangi að ala þar upp naut til nautakjötsframleiðslu. Þegar húsið verður komið í fulla notkun verða þar um 300 nautgripir. Gripirnir eru aldir upp á heilfóðri sem er allt meira og minna ræktað á bænum. Hálmurinn slær í gegn hjá nautunum. „Hann fer um fjósið tvisvar á sólarhring og setur hálm í stíurnar. Það mun vera lykillinn að þessu að vera með hálminn, að hann fari nógu þétt og lítið magn í einu,“ segir Hörður Davíð Björgvinsson, bústjóri, um róbótann. „Og þú sérð það nú hvað gripirnir fíla þetta vel að fá yfir sig bað af hálmi þrisvar á dag. Þeir sækjast í það að liggja undir hálminum, að fá tilbreytingu í lífið hjá sér.“ Hörður og Arndís Jóhanna Harðardóttir bústjóri segja mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti. „Það allavega vantar enn þá nautakjöt og meðan að má ekki flytja mikið inn, sem verður vonandi ekki í framtíðinni, að þá vantar íslenskt nautakjöt alveg í stórum stíl,“ segir Arndís.
Landbúnaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira