Vegan vörur víða uppseldar í verslunum yfir hátíðarnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 20:00 Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira