Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. Bandarísk yfirvöld hafa sakað bankann, FBME Bank, um að stunda peningaþvætti samkvæmt tveimur heimildarmönnum breska blaðsins Guardian.
Robert Muller, sérstakur saksóknari, sem rannsakar nú hugsanlegt samsæri yfirvalda í Rússlandi og kosningateymis Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hefur beint sjónum sínum í auknum mæli að Kýpur.
Talið er mögulegt að beiðnin um upplýsingar frá bankanum tengist rannsókn Mueller á Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump sem ákærður var í október fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti. Er talið að peningar hafi farið á milli fyrrverandi ríkja Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í gegnum kýpverska banka.
FBME hefur staðfastlega neitað því að hafa verið milliliður fyrir peningaþvætti eða aðra ólöglega starfsemi. Bankanum var lokað fyrr á þessu ári.
Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI

Tengdar fréttir

Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti
Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.

Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta
Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills.

Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller
Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag.