Fyrrverandi landgönguliði grunaður um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í San Francisco Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 23:31 Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið fyrrverandi landgönguliða sem grunaður er um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í borginni San Francisco yfir jólin.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að landgönguliðinn fyrrverandi sé hinn 25 ára gamli Everitt Aaron Jameson. Er hann sagður hafa verið handtekinn eftir að hafa rætt fyrirætlanir sínar við fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar sem villti á sér heimildir. Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Yfirvöld segja að skotvopn, erfðaskrá og bréf, þar sem hann lýsir yfir ábyrgð á árásinni, hafa fundist á heimili mannsins. Er hann sagður hafa minnst á ákvörðun Donald Trump forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, í bréfinu.FBI segist hafa beint sjónum sínum að Jameson þegar hann lýsti yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS á samfélagsmiðlum í september síðastliðnum. Hafði hann meðal annars lýst yfir stuðningi vegna hryðjuverkaárásar í New York í október síðastliðnum þar sem vörubíl var ekið inn í hóp fólks. Þeir sem fóru með rannsókn málsins eru á því að Jameson hafi ætlað að notast við sprengiefni til að króa fólk inni svo hann gæti myrt sem flesta.BBC segir Jameson hafa farið í gegnum inngöngupróf fyrir landgöngulið bandaríska hersins en var leystur frá störfum fyrir að hafa ekki greint frá því að hann væri með astma. Donald Trump Erlent Tengdar fréttir Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið fyrrverandi landgönguliða sem grunaður er um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í borginni San Francisco yfir jólin.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að landgönguliðinn fyrrverandi sé hinn 25 ára gamli Everitt Aaron Jameson. Er hann sagður hafa verið handtekinn eftir að hafa rætt fyrirætlanir sínar við fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar sem villti á sér heimildir. Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Yfirvöld segja að skotvopn, erfðaskrá og bréf, þar sem hann lýsir yfir ábyrgð á árásinni, hafa fundist á heimili mannsins. Er hann sagður hafa minnst á ákvörðun Donald Trump forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, í bréfinu.FBI segist hafa beint sjónum sínum að Jameson þegar hann lýsti yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS á samfélagsmiðlum í september síðastliðnum. Hafði hann meðal annars lýst yfir stuðningi vegna hryðjuverkaárásar í New York í október síðastliðnum þar sem vörubíl var ekið inn í hóp fólks. Þeir sem fóru með rannsókn málsins eru á því að Jameson hafi ætlað að notast við sprengiefni til að króa fólk inni svo hann gæti myrt sem flesta.BBC segir Jameson hafa farið í gegnum inngöngupróf fyrir landgöngulið bandaríska hersins en var leystur frá störfum fyrir að hafa ekki greint frá því að hann væri með astma.
Donald Trump Erlent Tengdar fréttir Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41