Segir að bærinn hafi tekið tillit til sjónarmiða íbúa Baldur Guðmundsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Furugrund 3 hefur að stórum hluta staðið ónotað lengi. vísir/vilhelm „Staðreyndin er sú að það er búið að fækka fyrirhuguðum íbúðum þarna umtalsvert,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Fréttablaðið greindi í gær frá andstöðu íbúa í Snælandshverfi við breytingu aðalskipulags á reitnum þar sem Furugrund 3 stendur. Um er að ræða verslunarhúsnæði sem að mestu hefur staðið autt í níu ár. Áður var þar verslun Nóatúns og Snæland video. Tillaga er nú til meðferðar hjá bænum um að breyta húsnæðinu í íbúðir. Til stendur að hækka þakið og heimila allt að 12 íbúðir í húsinu. Í fréttinni gagnrýndu íbúar í hverfinu meðferð málsins og gáfu í skyn að þeir upplifðu samráðsferli við íbúa sem sýndarmennsku. Ármann bendir á móti á að vegna andstöðu íbúa hafi verið fallið frá hugmyndum um að heimila byggingu á 32 hótelíbúðum. „Það er alveg klárlega verið að taka tillit til sjónarmiða íbúa í þessum efnum,“ segir hann. Ármann bendir á að húsið hafi staðið autt lengi og að verslunarrekstur hafi þar illa þrifist. Hann upplifi að miklu meiri samstaða sé um að byggja þarna íbúðir en fram hafi komið í fjölmiðlum. „Okkur ber skylda til að sýna meðalhóf í okkar stjórnsýslu. Þetta er komið á þann stað að við getum ekki sagt nei við öllu.“ Heppilegra sé að hafa íbúðarhúsnæði á lóðinni – sem er við skóla og leikskóla – heldur en aðra starfsemi, sem óljóst er hverrar tegundar yrði. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
„Staðreyndin er sú að það er búið að fækka fyrirhuguðum íbúðum þarna umtalsvert,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Fréttablaðið greindi í gær frá andstöðu íbúa í Snælandshverfi við breytingu aðalskipulags á reitnum þar sem Furugrund 3 stendur. Um er að ræða verslunarhúsnæði sem að mestu hefur staðið autt í níu ár. Áður var þar verslun Nóatúns og Snæland video. Tillaga er nú til meðferðar hjá bænum um að breyta húsnæðinu í íbúðir. Til stendur að hækka þakið og heimila allt að 12 íbúðir í húsinu. Í fréttinni gagnrýndu íbúar í hverfinu meðferð málsins og gáfu í skyn að þeir upplifðu samráðsferli við íbúa sem sýndarmennsku. Ármann bendir á móti á að vegna andstöðu íbúa hafi verið fallið frá hugmyndum um að heimila byggingu á 32 hótelíbúðum. „Það er alveg klárlega verið að taka tillit til sjónarmiða íbúa í þessum efnum,“ segir hann. Ármann bendir á að húsið hafi staðið autt lengi og að verslunarrekstur hafi þar illa þrifist. Hann upplifi að miklu meiri samstaða sé um að byggja þarna íbúðir en fram hafi komið í fjölmiðlum. „Okkur ber skylda til að sýna meðalhóf í okkar stjórnsýslu. Þetta er komið á þann stað að við getum ekki sagt nei við öllu.“ Heppilegra sé að hafa íbúðarhúsnæði á lóðinni – sem er við skóla og leikskóla – heldur en aðra starfsemi, sem óljóst er hverrar tegundar yrði.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira