Kentavious Caldwell-Pope, bakvörður LA Lakers, þarf að dúsa í steininum yfir jólin en fær engu að síður að mæta á æfingar hjá Lakers og spila heimaleiki liðsins.
Caldwell-Pope braut skilorð á dögunum og var í kjölfarið dæmdur til þess að sitja inni í 25 daga. Það léttir eflaust lundina að fá að mæta á æfingar en hann verður engu að síður að vera með ökklaband er hann yfirgefur fangelsið.
Þó svo hann fái að æfa með liðinu þá er ekki svo mikill jólaandi í fangelsismálayfirvöldum að þau leyfi honum að spila útileiki með Lakers.
Hann fær að spila heimaleikina en mun missa af útileikjum á Gamlárs- og Nýársdag.
Fær að fara úr fangelsinu til að spila með Lakers
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
