Landnotkun manna hefur helmingað kolefnisbindingu gróðurs Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 21:00 Kenningar hafa verið um að menn hafi verið byrjaðir að breyta loftslagi jarðar þegar fyrir þúsundum ára með landnotkun sinni sem leysti kolefni út í lofthjúpinn. Rannsóknin nú bendir til þess að menn hafi vissulega haft verulega áhrif þegar fyrir iðnbyltingu. Vísir/AFP Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira