Bílstjóri trukksins missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og rann niður brekku sem endaði ofan í sundlauginni hjá Turner. Það tókst að bjarga honum áður en illa fór en halda þurfti höfði hans upp úr vatninu á meðan hann var klipptur úr bílnum.
Truck crashes into Trail Blazer Evan Turners back yard swimming pool, driver was rescued #LiveonK2pic.twitter.com/x4GoGi7RNI
— Evan Bell (@evanbellKATU) December 20, 2017
Alls koma átta björgunarmenn að aðgerðinni við að losa bílstjórann úr prísundinni. Bílstjórinn liggur nú á spítala og er sagður vera alvarlega slasaður.