Títan eða halastjarna næsta takmark NASA í sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 22:32 Dragonfly-dróninn myndi svífa á milli staða á Títan og rannsaka efnasamsetningu yfirborðsins. Þetta yrði í fyrsta skipti sem manngerður hlutur flygi á öðrum hnetti. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA grisjaði í dag úr tillögum að næsta könnunarleiðangri hennar í sólkerfinu. Eftir standa tvær tillögur, önnur um að sækja sýni úr halastjörnu en hin um leiðangur til tunglsins Títans. Endanleg ákvörðun verður tekin um mitt ár 2019. Tólf tillögur lágu fyrir að svokölluðu New Frontiers-verkefni NASA. Kostnaður við leiðangra á vegum verkefnisins getur mest orðið milljarður dollara og er samkeppni haldin um hvert viðfangsefni þeirra á að vera. Að þessu sinni voru það CAESAR- og Dragonfly-leiðangrarnir sem hlutu náð fyrir augum NASA. Bæði verkefni verða fjármögnuð út næsta ár en ákvörðun verður tekin um hvort þeirra hreppir hnossið um mitt ár 2019. Geimfari yrði skotið á loft um miðjan næsta áratug, að því er segir í frétt á vef Planetary Society.CAESAR á að sækja sýni til sömu halastjörnu og Rosetta heimsótti um árið og flytja það aftur til jarðar.NASAMarkmið CAESAR er að senda geimfar til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko, þeirra sömu og Evrópska geimstofnunin (ESA) heimsótti með Rosetta- og Philae-geimförunum, og nái í sýni sem yrði sent aftur til jarðar. Dragonfly-leiðangurinn stefnir á Títan, stærsta tungl Satúrnusar. Títan er einstakt í sólkerfinu en það er eina tunglið með þykkan lofthjúp. Þar mynda fljótandi kolvetni vötn og höf á yfirborðinu. Dragonfly myndi fljúga um Títan og rannsaka nokkra staði á yfirborði tunglsins. Á vefsíðu verkefnisins kemur fram að geimfarið væri dróni sem myndi taka sýni og greina efnasamsetningu yfirborðsins, meðal annars til að rannsaka lífræn efnasambönd. Tækni Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA grisjaði í dag úr tillögum að næsta könnunarleiðangri hennar í sólkerfinu. Eftir standa tvær tillögur, önnur um að sækja sýni úr halastjörnu en hin um leiðangur til tunglsins Títans. Endanleg ákvörðun verður tekin um mitt ár 2019. Tólf tillögur lágu fyrir að svokölluðu New Frontiers-verkefni NASA. Kostnaður við leiðangra á vegum verkefnisins getur mest orðið milljarður dollara og er samkeppni haldin um hvert viðfangsefni þeirra á að vera. Að þessu sinni voru það CAESAR- og Dragonfly-leiðangrarnir sem hlutu náð fyrir augum NASA. Bæði verkefni verða fjármögnuð út næsta ár en ákvörðun verður tekin um hvort þeirra hreppir hnossið um mitt ár 2019. Geimfari yrði skotið á loft um miðjan næsta áratug, að því er segir í frétt á vef Planetary Society.CAESAR á að sækja sýni til sömu halastjörnu og Rosetta heimsótti um árið og flytja það aftur til jarðar.NASAMarkmið CAESAR er að senda geimfar til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko, þeirra sömu og Evrópska geimstofnunin (ESA) heimsótti með Rosetta- og Philae-geimförunum, og nái í sýni sem yrði sent aftur til jarðar. Dragonfly-leiðangurinn stefnir á Títan, stærsta tungl Satúrnusar. Títan er einstakt í sólkerfinu en það er eina tunglið með þykkan lofthjúp. Þar mynda fljótandi kolvetni vötn og höf á yfirborðinu. Dragonfly myndi fljúga um Títan og rannsaka nokkra staði á yfirborði tunglsins. Á vefsíðu verkefnisins kemur fram að geimfarið væri dróni sem myndi taka sýni og greina efnasamsetningu yfirborðsins, meðal annars til að rannsaka lífræn efnasambönd.
Tækni Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira