Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. desember 2017 08:00 Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980. Mynd/Bragi Guðmundsson Afkomendur Sævars Ciesielski hafa skipt um verjanda vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og hefur Oddgeir Einarsson nú tekið við málinu af Unnari Steini Bjarndal sem skipaður var af Hæstarétti í haust. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars, og bætir við: „Það er fagnaðarefni að sátt hafi náðst um verjanda og málið er í góðum farvegi í höndum Oddgeirs.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, bindur vonir við að gögnum málsins verði komið til Hæstaréttar fyrir jól, en gögnin eru upp undir 20 þúsund síður. „Svo fæ ég væntanlega frest fram í janúar til að skila greinargerð og þá kemur í ljós hvaða kröfur ég geri í málinu.“ Enn liggur þó ekki fyrir hvorir gera kröfur á undan; settur saksóknari eða verjendur dómfelldu. „Það er mín skoðun að saksóknari eigi að gera kröfur fyrst,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Hann segir þá skyldu hvíla á saksóknara að krefjast sýknu í áfrýjuðu máli telji hann menn hafa verið ranglega sakfellda í héraði.Hafþór Sævarsson, sonur Sævars.Verði eingöngu gerðar sýknukröfur í málinu er ekki um ágreining að ræða og því allt eins mögulegt að málið verði dómtekið án málflutnings. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. „Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri en ekki sýndarréttarhöldum og sýknu með einu pennastriki án alvöru réttarhalda,“ segir Hafþór. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Afkomendur Sævars Ciesielski hafa skipt um verjanda vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og hefur Oddgeir Einarsson nú tekið við málinu af Unnari Steini Bjarndal sem skipaður var af Hæstarétti í haust. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars, og bætir við: „Það er fagnaðarefni að sátt hafi náðst um verjanda og málið er í góðum farvegi í höndum Oddgeirs.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, bindur vonir við að gögnum málsins verði komið til Hæstaréttar fyrir jól, en gögnin eru upp undir 20 þúsund síður. „Svo fæ ég væntanlega frest fram í janúar til að skila greinargerð og þá kemur í ljós hvaða kröfur ég geri í málinu.“ Enn liggur þó ekki fyrir hvorir gera kröfur á undan; settur saksóknari eða verjendur dómfelldu. „Það er mín skoðun að saksóknari eigi að gera kröfur fyrst,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Hann segir þá skyldu hvíla á saksóknara að krefjast sýknu í áfrýjuðu máli telji hann menn hafa verið ranglega sakfellda í héraði.Hafþór Sævarsson, sonur Sævars.Verði eingöngu gerðar sýknukröfur í málinu er ekki um ágreining að ræða og því allt eins mögulegt að málið verði dómtekið án málflutnings. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. „Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri en ekki sýndarréttarhöldum og sýknu með einu pennastriki án alvöru réttarhalda,“ segir Hafþór.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira