Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 16:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sést hér fyrir miðri mynd ganga frá þinghúsinu í Dómkirkjuna við þingsetningu í liðinni viku. Fyrir framan hana eru forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem fékk ríflega launahækkun með úrskurði kjararáðs um helgina. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. Í gær var greint frá því að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fái launahækkun um 18 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á sunnudaginn. Úrskurðurinn felur það í sér að biskup fær 3,2 milljóna króna eingreiðslu þar sem launahækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. „Það er náttúrulega þannig að fyrir ári þá var farið í það af hálfu flestra flokka á Alþingi að breyta lögum um kjararáð. Þar með var þeim fækkað sem heyra undir ráðið, sett inn ákvæði um aukið gagnsæi í störfum kjararáðs. Þá var líka sett inn ákvæði um að úrskurðir skyldu taka mið af almennri launaþróun. Ég tel að það sé mjög mikilvægt og við munum ræða málefni kjararáðs í okkar samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði og hvernig er hægt að ná aukinni sátt um þetta fyrirkomulag,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um hvað henni finnist um þær miklu launahækkanir sem kjararáð hefur úrskurðað um undanfarin misseri.Úrskurður kjararáðs nú tekur mið af gömlu lögunum Katrín segir að farið hafi verið ítarlega yfir fyrirkomulag og málefni kjararáðs þegar lögin voru endurskoðuð í fyrra. „Fyrirkomulagið sem slíkt er flókið og stóra grundvallaratriðið sem ég hef talið er að úrskurðir kjararáðs eiga að taka mið af almennri launaþróun sem sett var inn í lögin með skýrari hætti fyrir ári,“ segir forsætisráðherra. Fram kemur hins vegar í úrskurði kjararáðs vegna launa biskups að málið fari samkvæmt eldri lögum um kjararáð frá árinu 2006. Nýju lögin tóku ekki gildi fyrr en 1. júlí 2017 og var mál biskups þá þegar komið til meðferðar hjá ráðinu. Í nýjum lögum um kjararáð heyra biskupar, vígslubiskupar, prófastar og prestar ekki undir ráðið en samkvæmt bráðabirgðaákvæði á kjararáð þó að úrskurða um laun og starfskjör þessara stétta þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um launafyrirkomulag. Það samkomulag er ekki í höfn.Ekki komist hjá því að ræða um kjararáð við heildarsamtök á vinnumarkaði Katrín segir að stjórnvöld muni taka málefni kjararáðs til umræðu við heildarsamtök á vinnumarkaði vegna komandi kjaraviðræðna. „Við leituðum þeirra álits fyrir ári á vettvangi kjararáðs en það liggur alveg fyrir að það er fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu þannig að það þarf einfaldlega að taka þetta til skoðunar á nýjan leik,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að miklar launahækkanir kjararáðs undanfarið muni hafa áhrif á komandi kjaraviðræður segir hún að það verði ekki hjá því komist að ræða kjararáð. „Ég veit það og hef fylgst með því sem verkalýðshreyfingin hefur sagt um þetta mál þannig að það er auðvitað fráleitt að ætla annað en að þetta sé eitthvað sem verði á dagskrá í samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði.“ Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. Í gær var greint frá því að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fái launahækkun um 18 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á sunnudaginn. Úrskurðurinn felur það í sér að biskup fær 3,2 milljóna króna eingreiðslu þar sem launahækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. „Það er náttúrulega þannig að fyrir ári þá var farið í það af hálfu flestra flokka á Alþingi að breyta lögum um kjararáð. Þar með var þeim fækkað sem heyra undir ráðið, sett inn ákvæði um aukið gagnsæi í störfum kjararáðs. Þá var líka sett inn ákvæði um að úrskurðir skyldu taka mið af almennri launaþróun. Ég tel að það sé mjög mikilvægt og við munum ræða málefni kjararáðs í okkar samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði og hvernig er hægt að ná aukinni sátt um þetta fyrirkomulag,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um hvað henni finnist um þær miklu launahækkanir sem kjararáð hefur úrskurðað um undanfarin misseri.Úrskurður kjararáðs nú tekur mið af gömlu lögunum Katrín segir að farið hafi verið ítarlega yfir fyrirkomulag og málefni kjararáðs þegar lögin voru endurskoðuð í fyrra. „Fyrirkomulagið sem slíkt er flókið og stóra grundvallaratriðið sem ég hef talið er að úrskurðir kjararáðs eiga að taka mið af almennri launaþróun sem sett var inn í lögin með skýrari hætti fyrir ári,“ segir forsætisráðherra. Fram kemur hins vegar í úrskurði kjararáðs vegna launa biskups að málið fari samkvæmt eldri lögum um kjararáð frá árinu 2006. Nýju lögin tóku ekki gildi fyrr en 1. júlí 2017 og var mál biskups þá þegar komið til meðferðar hjá ráðinu. Í nýjum lögum um kjararáð heyra biskupar, vígslubiskupar, prófastar og prestar ekki undir ráðið en samkvæmt bráðabirgðaákvæði á kjararáð þó að úrskurða um laun og starfskjör þessara stétta þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um launafyrirkomulag. Það samkomulag er ekki í höfn.Ekki komist hjá því að ræða um kjararáð við heildarsamtök á vinnumarkaði Katrín segir að stjórnvöld muni taka málefni kjararáðs til umræðu við heildarsamtök á vinnumarkaði vegna komandi kjaraviðræðna. „Við leituðum þeirra álits fyrir ári á vettvangi kjararáðs en það liggur alveg fyrir að það er fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu þannig að það þarf einfaldlega að taka þetta til skoðunar á nýjan leik,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að miklar launahækkanir kjararáðs undanfarið muni hafa áhrif á komandi kjaraviðræður segir hún að það verði ekki hjá því komist að ræða kjararáð. „Ég veit það og hef fylgst með því sem verkalýðshreyfingin hefur sagt um þetta mál þannig að það er auðvitað fráleitt að ætla annað en að þetta sé eitthvað sem verði á dagskrá í samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði.“
Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57
Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40