Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2017 19:30 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segir málefni er varða flugelda á áramótum eitt af sínum áhugamálum. Samsett mynd Þingmaður Flokks fólksins setti sig í samband við Sævar Helga Bragason, stjörnufræðikennara og vísindamiðlara, vegna umræðu um mengun af völdum flugelda á áramótum. Sævar og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum og leiðir til að draga úr sóðaskap í kringum þá. Sævar vakti mikla athygli í vikunni þegar hann lagði til að almenn notkun flugelda yrði bönnuð. Hann sagði umhverfissjónarmið vega þyngra en skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Þá beindi hann þeim tilmælum til fólks að styrkja björgunarsveitirnar beint í stað þess að kaupa flugelda af þeim og draga þannig úr mengun.Ætla að hittast og ræða málin eftir áramótSævar greindi svo frá því á Twitter-reikningi sínum í dag að þingmaður hefði sett sig í samband við hann vegna málsins. Í samtali við Vísi segir Sævar að hann og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, ætli að hittast eftir áramót og ræða hugmyndir um takmarkanir á flugeldaskothríð.Nú hefur þingmaður haft samband til að ræða hugmyndir um takmarkanir á flugeldaskothríð. Frábært! 1. skref: Björgunarsveitir á fjárlög— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 30, 2017 „Honum finnst mjög eðlilegt að setja einhverjar skorður vegna mengunarmála, fyrst og fremst, og óþæginda fyrir fólk og dýr, bara eins og maður hefur verið að tala um og ekki bara ég heldur líka prófessorar í Háskólanum og heilbrigðiseftirlitið,“ segir Sævar.Björgunarsveitir vilji ekki vera settar í fjárlögUm lausnir á vandanum nefndi Sævar að björgunarsveitir yrðu hafðar með í fjárlögum, sem hann fékk svo síðar að vita að eigi ekki upp á pallborðið hjá björgunarsveitarmönnum. „Svo hefur verið bent á það að þær [björgunarsveitirnar] vilja það ekki og það er bara fínt, þá finnum við bara aðrar leiðir,“ segir Sævar. „En í öllu falli þá hljótum við að geta fundið aðferðir til að fjármagna björgunarsveitir án þess að almannavarnir í landinu þurfi að vera háðar flugeldasölu með tilheyrandi mengun og svo framvegis.“ Hann ítrekar jafnframt að það vaki ekki fyrir neinum að eyðileggja skemmtanahald á áramótum. Auðvitað verði lagt upp með að fólk geti áfram haldið áramót á sem skemmtilegastan hátt.Karl Gauti Hjaltason leiddi lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum.Flokkur fólksinsGetur vel hugsað sér að beita sér fyrir málinu á alþingiKarl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segir málefni er varða flugelda á áramótum eitt af sínum áhugamálum. Í samtali við Vísi segist Karl til í að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera í mengun og sóðaskap í kringum flugeldana og hyggst ræða við Sævar eftir áramót. „Þetta er bara mitt áhugamál, ég þekki hann, við erum vinir og ég ætlaði bara að ræða við hann um þetta,“ segir Karl. Málið er þó ekki á dagskrá hjá flokknum, og ítrekar Karl persónulegan áhuga sinn á málefninu við blaðamann, en segist aðspurður þó vel geta hugsað sér að beita sér fyrir því á alþingi. „Það getur vel verið. Ég ætlaði bara að skoða þetta með honum Sævari. Það var nú bara málið,“ segir Karl. Mikil umræða hefur skapast um flugelda fyrir þessi áramót. Björgunarsveitin Kjölur hyggst til að mynda hætta sölu á skoteldum í fjáröflunarskyni vegna álags á árinu og krefjandi verkefna. Flugeldar Tengdar fréttir Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Íbúasamtök hafa tekið höndum saman og ætla að afmarka skotsvæði bæði á Skólavörðuholti og á Klambratúni. Þá verður einnig lokað fyrir umferð um Skólavörðuholtið á gamlárskvöld. 30. desember 2017 17:45 Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Gamlárskvöld er eitt einmanalegasta kvöld ársins fyrir margan fangann. Þeir sakna ekki aðeins vina og ættingja heldur einnig flugeldanna sem vart sjást á himninum yfir Litla-Hrauni og Hólmsheiði. Á Kvíabryggju mega þeir sprengja. 30. desember 2017 07:00 Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Sala skotelda allt að 90 prósent rekstrartekna björgunarsveita Flugeldasala Björgunarsveitanna hefst á morgun. 27. desember 2017 21:55 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins setti sig í samband við Sævar Helga Bragason, stjörnufræðikennara og vísindamiðlara, vegna umræðu um mengun af völdum flugelda á áramótum. Sævar og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum og leiðir til að draga úr sóðaskap í kringum þá. Sævar vakti mikla athygli í vikunni þegar hann lagði til að almenn notkun flugelda yrði bönnuð. Hann sagði umhverfissjónarmið vega þyngra en skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Þá beindi hann þeim tilmælum til fólks að styrkja björgunarsveitirnar beint í stað þess að kaupa flugelda af þeim og draga þannig úr mengun.Ætla að hittast og ræða málin eftir áramótSævar greindi svo frá því á Twitter-reikningi sínum í dag að þingmaður hefði sett sig í samband við hann vegna málsins. Í samtali við Vísi segir Sævar að hann og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, ætli að hittast eftir áramót og ræða hugmyndir um takmarkanir á flugeldaskothríð.Nú hefur þingmaður haft samband til að ræða hugmyndir um takmarkanir á flugeldaskothríð. Frábært! 1. skref: Björgunarsveitir á fjárlög— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 30, 2017 „Honum finnst mjög eðlilegt að setja einhverjar skorður vegna mengunarmála, fyrst og fremst, og óþæginda fyrir fólk og dýr, bara eins og maður hefur verið að tala um og ekki bara ég heldur líka prófessorar í Háskólanum og heilbrigðiseftirlitið,“ segir Sævar.Björgunarsveitir vilji ekki vera settar í fjárlögUm lausnir á vandanum nefndi Sævar að björgunarsveitir yrðu hafðar með í fjárlögum, sem hann fékk svo síðar að vita að eigi ekki upp á pallborðið hjá björgunarsveitarmönnum. „Svo hefur verið bent á það að þær [björgunarsveitirnar] vilja það ekki og það er bara fínt, þá finnum við bara aðrar leiðir,“ segir Sævar. „En í öllu falli þá hljótum við að geta fundið aðferðir til að fjármagna björgunarsveitir án þess að almannavarnir í landinu þurfi að vera háðar flugeldasölu með tilheyrandi mengun og svo framvegis.“ Hann ítrekar jafnframt að það vaki ekki fyrir neinum að eyðileggja skemmtanahald á áramótum. Auðvitað verði lagt upp með að fólk geti áfram haldið áramót á sem skemmtilegastan hátt.Karl Gauti Hjaltason leiddi lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum.Flokkur fólksinsGetur vel hugsað sér að beita sér fyrir málinu á alþingiKarl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segir málefni er varða flugelda á áramótum eitt af sínum áhugamálum. Í samtali við Vísi segist Karl til í að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera í mengun og sóðaskap í kringum flugeldana og hyggst ræða við Sævar eftir áramót. „Þetta er bara mitt áhugamál, ég þekki hann, við erum vinir og ég ætlaði bara að ræða við hann um þetta,“ segir Karl. Málið er þó ekki á dagskrá hjá flokknum, og ítrekar Karl persónulegan áhuga sinn á málefninu við blaðamann, en segist aðspurður þó vel geta hugsað sér að beita sér fyrir því á alþingi. „Það getur vel verið. Ég ætlaði bara að skoða þetta með honum Sævari. Það var nú bara málið,“ segir Karl. Mikil umræða hefur skapast um flugelda fyrir þessi áramót. Björgunarsveitin Kjölur hyggst til að mynda hætta sölu á skoteldum í fjáröflunarskyni vegna álags á árinu og krefjandi verkefna.
Flugeldar Tengdar fréttir Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Íbúasamtök hafa tekið höndum saman og ætla að afmarka skotsvæði bæði á Skólavörðuholti og á Klambratúni. Þá verður einnig lokað fyrir umferð um Skólavörðuholtið á gamlárskvöld. 30. desember 2017 17:45 Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Gamlárskvöld er eitt einmanalegasta kvöld ársins fyrir margan fangann. Þeir sakna ekki aðeins vina og ættingja heldur einnig flugeldanna sem vart sjást á himninum yfir Litla-Hrauni og Hólmsheiði. Á Kvíabryggju mega þeir sprengja. 30. desember 2017 07:00 Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Sala skotelda allt að 90 prósent rekstrartekna björgunarsveita Flugeldasala Björgunarsveitanna hefst á morgun. 27. desember 2017 21:55 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Íbúasamtök hafa tekið höndum saman og ætla að afmarka skotsvæði bæði á Skólavörðuholti og á Klambratúni. Þá verður einnig lokað fyrir umferð um Skólavörðuholtið á gamlárskvöld. 30. desember 2017 17:45
Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Gamlárskvöld er eitt einmanalegasta kvöld ársins fyrir margan fangann. Þeir sakna ekki aðeins vina og ættingja heldur einnig flugeldanna sem vart sjást á himninum yfir Litla-Hrauni og Hólmsheiði. Á Kvíabryggju mega þeir sprengja. 30. desember 2017 07:00
Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36
Sala skotelda allt að 90 prósent rekstrartekna björgunarsveita Flugeldasala Björgunarsveitanna hefst á morgun. 27. desember 2017 21:55