Í þætti gærkvöldsins fékk meðal annars sjálfur Jón Arnór Stefánsson að heyra það frá Fannari Ólafssyni.
„Nárinn á honum er gróinn svo fastur að hann getur ekki hreyft sig,“ sagði Fannar er hann lét Jón heyra það.
„Þegar 19 ára pungur, sem er varla kominn með hár á ákveðna staði, setur í grillið á Jóni og lætur hann heyra það og eina sem Jón gerir er að haltra þá fær hann skammarverðlaun mánaðarins. Hann á að vinna þetta.“
Jens Valgeirsson fékk svo Fannar skammar verðlaunin fyrir desember-mánuð. Báðar klippur má sjá hér að neðan.