Tvö hundruð þúsund Salvadorum gert að yfirgefa Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 17:45 Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018 Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira