WOW air hefur kynnt nýjan valkost fyrir farþega sína þegar bókað er flug á vegum félagsins og verður nú hægt að velja um fjórar leiðir í stað þriggja sem áður voru í boði.
Nýi valkosturinn heitir WOW comfy og verður hægt að nýta sér hann þegar bókað er flug með félaginu. Í WOW comfy er innifalinn flugmiði, lítið veski, innrituð taska, handfarangur, forfallavernd og sæti með XL eða XXL sætabili.
Sala á þessari nýju þjónustu mun hefjast á næstu dögum en fyrir eru leiðirnar WOW basic, plus og biz.
Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, segir í tilkynningu frá flugfélaginu að með auknum farþegafjölda og ólíkum viðskiptavinum myndist ólíkar þarfir og hafi WOW air séð tækifæri til þess að þróa þjónustuna enn frekar og hafi því verið ákveðið að bjóða upp á fjölbreyttara úrval fyrir farþega sem ferðast á þeirra vegum.
Kynna fjórðu leiðina við bókun á flugi
Daníel Freyr Birkisson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent


Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent