Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho varð í dag formlega leikmaður Barcelona er hann skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið.
Barcelona greiðir Liverpool 142 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er þar með orðinn dýrasti leikmaður í sögu Barcelona.
Er Coutinho skrifaði undir samninginn gaf Barcelona það út að bið yrði á því að hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið þar sem hann væri meiddur.
Brassinn er meiddur á læri og verður frá í að minnsta kosti næstu þrjár vikurnar.
