Reese Witherspoon, sem ekki bara lék eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum heldur er hún líka einn framleiðanda ásamt Nicole Kidman, þakkaði fyrir sig og sitt fólk með eftirminnilegum hætti á sviðinu þar sem hún tileiknaði verðlaunin til þeirra sem hafa haft hátt og rofið þögnina.
„Ég þakka öllum þeim sem stóðu upp á þessu ári og rufu þögnina um áreitni og ofbeldi. Þið eruð svo hugrökk. Og vonandi verða fleira sjónvarpsefni í þessum anda gert,því það eru ennþá fullt af fólki þarna úti sem upplifir þöggun vegna áreitni, ofbeldi og misrétti. Tíminn er liðinn, við sjáum ykkur og við heyrum í ykkur, og við munum segja ykkar sögur.“
Hægt er að sjá þakkarræðuna í heild sinni neðst í fréttinni.
![](https://www.visir.is/i/1064965322317B4CBC25B3FBD5C5151F49F85702DE19A6E6C1A81A2F450877A4_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/5AD17545F2FD50CFDEBD258BE97BE6CBFAD0C01DB426AF11D71CC5FCAB9DB1E8_713x0.jpg)