Flestir skörtuðu sértilgerðri nælu með lógói Times Up samtakanna sem einn af forsprökkum samtakanna Reese Witherspoon lét búningahönnuðinn og stílistann Ariönnu Phillips hanna. Tilgangurinn samtakanna, sem yfir 300 konur í kvikmyndageiranum í Hollywood hafa stofnað, er að uppræta kynjamisrétti, áreitni og launamisrétti í geiranum svo eitthvað sé nefnt.
Meðal þeirra sem báru næluna voru Justin Timberlake, Seth Mayers, Chris Hemsworth og Ewan McGregor.







