Westbrook skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en félagar hans voru ekki í eins miklu stuði.
Carmelo Anthony og Paul George hittu samtals úr 11 af 28 skotum sínum og bekkur Thunder var með aðeins 21 stig.
LA Lakers náði aldrei þessu vant að vinna leik þar sem Brandon Ingram skoraði 20 stig fyrir liðið í sigri á Atlanta.
Úrslit:
Miami Heat-Utah Jazz 103-102
Phoenix Suns-Oklahoma City Thunder 114-100
Los Angeles Lakers-Atlanta Hawks 132-113
New York Knicks-Dallas Mavericks 100-96
Portland Trail Blazers-San Antonio Spurs 111-110