Hlynur: Þýðir ekki að vera sprunginn eftir þrjár mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. janúar 2018 21:21 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var að frákasta vel í kvöld eins og svo alloft áður. vísir/ernir „Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
„Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti